- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
CVI

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— CVI —

hann um Hreppana, að Núpi, Hruna og Hrepphólum, og kom
þaðan aftur 1. Okt. að Hjálmholti. Daginn eftir fór hann að
Hraungerði, Laugardælum og Arnarbæli, þaðan næsta dag um
Hellisskarð að Miðdal, og sunnudaginn 4. Okt. að Bessastöðum.
Næsta dag fór hann yfir að Brekku, því að þá mun Páll yngri
hafa verið kominn þangað. Daginn eftir fór hann heim til
Reykjavikur; var hann þar á fundi i Bókmenntafélaginu um
kvöldið og dvaldi þar siðan einn dag, en næsta dag, 8. Okt., fór
hann inn að Laugarnesi og út i Viðey. Sennilega hefir hann
j.arið heim aftur samdægurs, og þá eru sumarferðir hans allar
á enda samkvæmt áfangaskránni (III. b., bls. 124), enda var
sumarið nú senn úti. — A Bókmenntafélagsfundinum var
sam-þykkt tillaga hans um veðurbækurnar, sem hann hafði ritað
fé-laginu um 9. April, eins og getið var áður. Var hann kosinn i
nefnd ásamt þeim Jóni landlækni Thorstensen og Birni
Gunn-laugssyni til að yfirvega, hvernig veðurbækurnar skyldu verða
haldnar. Skilaði nefndin um það áliti sinu 4 vikum síðar, 3.
Nóvember.

Inn að Laugarnesi hefir hann farið til að tala við
Stein-grim biskup um prestsembætti og inn í Viðey til að tala við
Ólaf Stephensen um bókaútgáfu, liklega útgáfu tímarits, sem
þá var verið að ræða um að stofna,*) og útlegging og prentun
-stjörnufræðisfyrirlestra Ursins, sem áður var vikið að; 24. Júní,
daginn áður en Jónas og þeir náttúrufræðingarnir lögðu af stað
í langferðir sínar, hafði Olafur Stephensen gefið út boðsbréf
þeirra Jónasar um þessa bók (sjá II. b., bls. 269—70). — Nú
voru Hólmar í Reyðarfirði lausir og sótti Jónas um það brauð
12. Október, sbr. II. b., bls. 47—49. Hann þráði að fara að
kom-ast i fasta, lífvænlega stöðu og áleit, að hann gæti sem prestur
á Hólmum bæði starfað að prestskap fyrir það kall og
jafn-framt að rannsókn á náttúru landsins. — „Jeg har en stor Gæld
at afbetale til mit Fædreland", segir hann í umsókninni, „og
længes derfor efter en fast Virkekreds, hvor jeg uforstyrret og
fri for Næringssorger kunde afbetale noget deraf, ved at virke
for mit Kald og min Videnskab". — Umsækjendur voru 9;
með-al þeirra var Hallgrímur Jonsson, sem var nýorðinn
guðfræðis-kandidat við Hafnarháskóla (8. Júlí) og hlaut hann hnossið
(6. Nóv.).**)

*) Sbr. t. d. II. b., bls. 57.

**) Hann var sonur séra Jóns Þorsteinssonar í ReykjahlítS.
Þeir Jónas og hann hafa eflaust kynnzt í Höfn; Hólmfrlður,
syst-ir hans, hélt, aS þeir Hallgrímur og Jónas hefðu skrifazt á. ÁriS
eftir aö Jónas andaíSist, eignaSist séra Hallgrímur son og sklrSi

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0118.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free