- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
CXLII

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— CXLII —

16. September, inn að Brekku. Þar var Hans Beleiring,
fjórð-ungslæknir, og leitaði nú Jónas lækninga hjá honum.*) Beleiring
lét hann halda alveg kyrru fyrir heima hjá sér i 17 daga,**) og
skánaði Jónasi svo vel, að hann gåt farið 4. og 8. Október inn i
Hengifossárgil, sem er rétt fyrir innan bæinn, og rannsakað
surtarbrandinn þar gaumgæfilega. Hann hafði athugað hann
dálítið á leiðinni úteftir, 30. Ágúst. Fullvissaði hann sig nú
öld-ungis um það, að surtarbrandsmyndunin hér eystra væri eins og
annars staðar á landinu, þótt öðru hefði verið haldið fram áður.

Jónas hafði gjört ráð fyrir að sigla til Danmarkar frá
Eski-firði að loknu ferðalaginu, og hafði útvegað sér far. Fékk hann
nú boð að Brekku 9. Október, að skipið, sem hann ætlaði með,.
yrði senn ferðbúið. Hélt hann þá þegar af stað út að Vallanesi
og næsta dag yfir Eskifjarðarheiði á Eskifjörð. Var hann þar
siðan um kyrt næstu tvo daga, nema hvað hann fór að rannsaka
Hólmatind 13. Okt. og gisti á Hólmum hjá séra Hallgrimi næstu
nótt. Daginn eftir reið hann aftur inn á Eskifjörð, en nú komst
skipið ekki af stað sökum storms og snjóa, og varð hann að bíða
á Eskifirði fullar 2 vikur. Þótti honum illt, að veðuráttan var
svo vond, að hann gåt ekki rannsakað frekar silfurbergsnáminn
eða annað i nágrenninu. Hann dvaldi hjá Ole Christensen,.
dönskum kaupmanni á Eskifirði, i bezta yfirlæti og naut þar
vinsamlegrar gestrisni hans. Skrifaði hann nú kunningjum
sin-um syðra gamansöm bréf og fræddi bá á, hversu komið var

Rafnsdóttir; þekktu foreldrar mlnir hana vel, og sagSi hún þeim

ýmislegt um Jónas; — –-einkum þjáðist hann þá mjög af sár-

inu á fætinum". — Úr bréfi frá frú Þórunni R. Sivertsen í Höfn.

*) SáriS á fætinum haftSi versnaS, og mun hafa komiö
nokk-ur dauSi í hörundið umhverfis, svo aö það hefir líklega nuddazt
dálítiS af, í örlitlum vindlingum, er meinsemdin var hreinsuð. Hélt
fávist fólk, ats þetta væri eintómir maSkar, og hafa allt til þessa
veriS sagíiar fáránlegar sögur af þessu eystra. Ein kemur fram f
frásögn Jóns nokkurs Jónassonar á Þjófsstööum í Núpasveit
40-árum slðar, sbr. Blöndu, III., 95—96. Segir þar, aö fyrst hafi
fund-izt maðkur í ötSru stígvéli Jónasar, er þatS skyldi burstað á
Galta-stöSum, og þvl næst segir, að Jónas hafi faritS þaöan til
Akureyr-ar og siglt þaöan. Á sögumaður aö hafa veriö fylgrdarmatSur
Jón-asar á ferð hans um Austurland. Flest 1 frásögninni er eftir þessu,
ótrúlegt og óábyggilegt. — Frásögnin er ekki eftir Jón Jónsson á
Þjófsstööum, eins og stendur í Blöndu, enda var hann fæddur um
20 árum eftir aö Jónas fór um Austurland. ÞaS mun hafa veriS
faSir hans, sem sett hefir saman þessa frásögn; hann var
Jónas-son, og mun föSurnafnið hafa misprentazt; frumritiS er til.

**) Frásögnin um veikindi hans barst þá til Hafnar á undan
honum, heldur ýkt, at5 því, er virðist; sbr. bréf Jóns Sigurössonar
til séra Þorgeirs Guömundssonar 6. Nóv. s. á. (Bréf J. S., 1. safn,
bls. 53—54).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0154.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free