- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
CLI

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— CLI —

hlaupið að því, eins og þá var ástatt um heimildir, að semja
svo góða og fullkomna íslandslýsing sem hann hafði ætlazt til.
Svo voru nú líka fleiri járn í eldinum; hann minntist á það í
bréfinu. Hann kvaðst vera að ljúka við sögulega frásögn um
öll eldgos á íslandi síðan á landnámstíð; á hann þar sjálfsagt
við eldritið, sem nú er í nr. 11 í abr. í hrs. Bmf., sbr. IV. b.,
aths. við bls. 67—68; en sennilega hefir hann þó verið búinn að
semja það að miklu leyti áður en hann fór heim til íslands 1839,
um vorið. — Hann minnist einnig á starf sitt við útgáfu
íslands-uppdráttar Bókmenntafélagsins, sem áður var getið; en að öðru
leyti er bréfið mestmegnis um sérstakt, náttúrufræðislegt
rann-sóknaratriði, sem Steenstrup hafði skrifað honum um (II. b.,
bls. 148—50).

I bessum mánuði, Júní, var Uppsala-fundurinn, fyrsti
al-menni norræni stúdentafundurinn, sem haldinn var, svo að
nokk-uð kvæði að. Jónas gåt ekki verið þar, og hefði hann bó verið
sjálfkjörinn til þess, en hann sendi þangað kveðju, gott kvæði
með fornnorrænum bragarhætti og blæ. Var það birt í
skýrsl-unni um fundinn, en sennilega hefir það farið fyrir ofan garð
hjá flestum fundarmönnum; munu fæstir þeirra hafa hugsað
um íslendinga sem sérstaka þjóð, er taka bæri nokkurt sérlegt
tillit til á þessum fundi, enda mun Island hafa átt þar
„for-mælendur fá".

Á Jónsmessunni var aftur fundar í Fjölnisfélagi; var
kos-in stafsetningarnefnd og hafinn eins konar undirbúningur
und-ir útgáfu næsta árgangs af Fjölni; enn voru fundir 8., 15. og
22. Júlí, og talað mest um stafsetninguna. Var Jónas á öllum
fundunum, en virðist ekki hafa lagt mikið til þess máls. Þar á
móti hét hann því á fyrsta fundinum, „að lesa upp eina örk
fyrir veturnætur", og á næsta fundi lofaði hann að rita biskupi
og biðja hann um skýrslu viðvíkjandi Landsbókasafninu, •—
hvort því væri ekki send nein bók, sem prentuð væri í Viðey;
Konungsbókasafnið fékk 2 eintök af sérhverri þeirra. —
Sið-an var þessum fundahöldam haldið áfram um sumarið og næsta
vetur, og fundirnir venjulega hafðir á laugardögum; en
stundum féllu þeir niður. Jónas kom ekki á neinn þeirra; hann var
úti í Sórey, hjá Steenstrup; mun hafa favið þangað með byrjun
Ágústmánaðar. — Bréf hans til Jóns Sigurðssonar 14. Júlí ber
vott um, að fjárhagur hans hafði ekki batnað;
fjármálastjórn-in hafði ekki enn sinnt umsókn hans frá 6. Júní (II. b., bls.
150—51). — Hann hefir ritað bústað sinn á bréfið:
Klæðabúð-um, 3. hús, 2. 1. (þ. e. loft). Klædeboderne hét gatan á dönsku
þá, nú heitir hún Skindergade („Skinnarinn"); gengur til suð-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0163.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free