Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
— CLXXII —
lítil „veiðr" í þér", skrifaði Konráð (6. Marz). Jónas hafði nú
víst gert þetta fremur að vinsemd við þá en hrifningu eða lik—
um áhuga og þeir, enda hafði hann verið alveg utan-við öll
fundahöldin og ræðuhöldin í Höfn, og verið utan-við alla
áfeng-isnautn sjálfur í marga mánuði. „Láttu nafnið mitt standa"r
skrifar hann þó Brynjólfi 2. Apríl; „ekki er vert að draga mig
út, þó ég hefði heldur viljað hófsemd en þetta tótalóh". Fyrst
var líka ætið, og raunar oft síðar, talað um hófsemd. — Jónas
virðist hafa grunað, að þetta mál myndi ekki mælast alls
kost-ar vel fyrir, heldur lognast út-af, enda varð sú raunin á, þrátt
fyrir öll góð og skynsamleg rök.*)
Páskabréfið til Brynjólfs er mestmegnis um skólann,
hvernig ætti að koma þar að kennslu í náttúrufræði og stofna þar
náttúrugripasafn. Hér var hans eigið framtiðarmál, hans
vænt-anlega ævistarf. En allt var enn í óvissu um þetta og alveg £
lausu lofti.
Um likt leyti sendi Jónas Fjölnismönnum ritgerð, sem séra
Tómas hafði samið um sýslumannsembættið, og skrifaði þeim
um leið (II. b., bls. 180); vildi hann að sjálfsögðu, að ritgerðin
yrði prentuð i Fjölni. Hún gat nú ekki komizt í 7. árg., en óvíst
er, hvers vegna hún kom ekki í næsta árgangi og hvað um hana
hefir orðið. Er undarlegt, að hennar skuli hvergi getið í
funda-bók Fjölnisfélags, né í bréfum annara Fjölnismanna. — Um
mánaðamótin næstu skrifaði Jónas þeim Brynjólfi og Konráði
aftur (II. b., bls. 181—83, m. aths.); ætlaði hann þá að senda
Brynjólfi fleira viðvikjandi séra Tómasi og meira í Fjölni, en
Konráði skrifaði hann 2. Mai til að låta hann vita, að sín væri
von til Hafnar næsta mánudagskvöld, b- e. 6- Mai. — Fundur
átti að vera í Fjölnisfélagi 4. Mai, en varð nú lítið úr, því að
nú var von á Jónasi á næsta fund.
Sonur Steenstrups, hinn ágæti sagnfræðingur, Johannes
Steenstrup, ritar dálitinn kafla i minningarrit föður síns (II.,
50—55) um vináttu þeirra Jónasar og veru hans í Sórey. Setur
hann þar m. a. gamankvæði Jónasar um „Blomsterkampen i
Sorö" (I. b., bls. 257—58, m. aths.). Geymdi faðir hans og hann
sjálfur siðan ætið frumrit Jónasar. Nokkur fleiri gaman-kvæði
og -visur orti Jónas á dönsku meðan hann dvaldi í Sórey, sbr.
I. b., bls. 253—57, m. aths.
Þessi 9 mánaða vera Jónasar í Sórey hefir að ýmsu leyti
haft mikil og góð áhrif á hann. Honum leið vel og hann undi sér
*) Sjá um þetta mál t. d. Æfisögu Péturs Péturssonar, bls.
57-—58, og þau rit, sem þar er vlsaS til.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>