- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
CLXIII

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— CLXIII —

vel, enda var hann i vina höndum, og það sem honum þótti mest
um vert, hann gåt gefið sig við þeim efnum og við þeim
mönnum, sem hann hafði mikla ánægju af. Þegar hann fór nú aftur
til Hafnar, 6. Mai, ætlaðist enginn til, að hann færi alfarinn frá
Sórey. En það fór þó svo, því að nú greip kongurinn sjálfur inn
í „rás viðburðanna". Jónas var á Fjölnisfundi 9. Mai, og
Brynj-ólfur las þá upp seinni hlutann af ritgerð sinni um alþingi, en
Jónas og Konráð voru auðvitað valdir til að lesa hana undir
prentun. En á 2. degi eftir fékk Jónas bréf frá Steenstrup;
kon-ungur hafði beðið hann að taka þátt í för ríkiserfingjans, sonar
síns, til Skotlands og Færeyja. Var nú likt ástatt með hann og
fyrir 10 árum, þegar hann fór til íslands. Konungur var mikill
vísindavinur, safnaði náttúrugripum og var vel til Steenstrups.
Vildi sýna honum sæmd með bessu og gefa honum kost á að
framkvæma náttúrufræðisathuganir á þessari ferð, þar sem
hann hafði ekki áður verið, og á þann hátt, sem honum sjálfum
þóknaðist. Jónasi þótti þetta gleðilegt, eins og sjá má af bréfi
hans til Steenstrups 11.’s. m. (II. b., bls. 183—84). Bað hann nú
Steenstrup senda sér eða færa sumt af dóti sínu, en gerði
fast-lega ráð fyrir að koma út í Sórey aftur, þegar ferð Steenstrups
væri lokið. Reyndi Jónas nú að hjálpa honum að búast til
ferð-ar, og hófst hún 23. s. m. að morgni.*)

Jónas mun hafa dvalið um sumarið í Höfn og fengizt þar við
undirbúning íslandslýsingarinnar og náttúrufræðisleg ritstörf.
Hann átti þá heima við Vestervold, nr. 218, á 2. sal. Hann
skrif-aði Páli Melsted yngra 5. Júlí (sjá II. b., bls. 186—88, m. aths.)
m. a. um veru sína í Sórey og þau skáldin þar. Hann býst þá
enn við að verða að eins um stundarsakir í Höfn, meðan
Steenstrup er að ferðast. — Daginn eftir var aftur fundur i
Fjölnis-félagi; höfðu fundahöld legið niðri síðan 9. Mai. Síðan voru 2
fundir í Júlí; var Jónas á öllum fundunum, en ekkert markvert
gerðist. Næstu 3 mánuði voru engin fundahöld þar, ekki fyr en
26. Okt. Konráð var ekki á þessum fundum í Júlí. Hann hafði
þjáðst af augnveiki síðan haustið 1842, og var nú farinn sér til
heilsubótar suður til bæjarins Kreischa á Saxlandi. Var hann
þar fram á haust. Bókmenntafélagsfundur var haldinn 10. Ag.,
og var aðal-fundarefnið að veita Konráði 300 dala lán til að
geta verið við augnlækningarnar i Kreischa. Hjálpaði Brynjólf-

*) Sjá um ferðina, og einkum aS þvl, er viö kemur Steenstrup,
minningarrit hans, II., 58—64. — Steenstrup var á ötSru skipi en
Friörik rikiserfingi og varS eftir á Færeyjum til rannsókna; 6. Ág.
kom hann þaSan til Noregs og dvaldi þar aftur um hríð viS
rannsóknir.

11*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0175.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free