- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
CLXIX

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— CLXIX —

visu, sem varpar dökkum skugga á, enda sprottin af óánægjunni,
sem inni fyrir bjó, ef til vill ekki að eins hjá honum sjálfum,
heldur einnig Halldóri, enda bendir kvæðið á að öðru leyti, að
svo muni hafa verið. í visunum til Gisla kemur fram skyld
óánægja eða raunar fullkomin gremja, sem kallar fram bituryrt
skop, en bjartsýni og vonfegurð eyðir þvi þó að síðustu og „ber
sig allt i ljósi lita", svo ömurlegt sem það er (I. b., bls. 182—
84, m. aths.).

Frá siðari hluta þessa árs, 1844, er sennilega einnig hinn
merkilegi kvæðaflokkur „Formannsvísur" (I. b., bls. 135—39).
Jónas hafði aldrei stundað sjó sjálfur, en hann þekkti vel
sjó-mannalifið samt, sjóróðrana og fiskveiðarnar á opnu skipunum,
svo sem þær voru stundaðar á Alftanesi (Bessastöðum) og
Sel-tjarnarnesi (Reykjavik) á þeim árum, um 20, er hann var þar
öllu kunnugur. Hann þekkti vel hugsunarhátt og tal
sjómann-anna þar. Flokkurinn er aðallega 3 kvæði, „Framróður" með
hinu háalvarlega fornyrðislagi og „Uppsigling" með hinni
lof-gerðarkenndu hrynjandi, en „Seta" með alkunnum
sönglags-hætti, sem Jónas kunni vel við. En á undan hverju kvæði er
yndislegt smáerindi með sérstökum hætti og öll með sama. —
Þetta er sem heil „kantata", og má nærri geta, hversu þessi
smáerindi gætu notið sín í góðum kórsöng, 1. og 3. kvæði mælt
fagurlega af munni fram, en miðkvæðið sungið af góðum
söngv-ara. — Og svo er raunar um mörg önnur af ljóðmælum Jónasar,
bæði þeim, sem þegar eru til lög við, og hin, sem enn bíða þeirra.
Söngiðkendur og söngvinir eiga hér margt hugljúft verkefnið
fyrir höndum.

Eins og áður er getið varð ekkert úr fundahöldum i
„Fjöln-isfélagi" frá því að vetur gekk í garð og til áramóta og ekkert
úr almennum Islendinga-fundum í 3 mánuði að Nóvember
lokn-um. Jónas hafði verið lífið og sálin í fundahöldunum síðan hann
kom frá Sórey, en nú var sem hann væri horfinn af
sjónar-sviðinu og allt væri fallið i dá. Hann var í merkilegri
lands-málanefnd með Jóni Sigurðssyni. Jón boðaði til fundar í
nefnd-inni einhvern daginn um miðjan Desember. Jónas kom ekki. En
hann skrifaði honum bréfið, sem er á bls. 195 í II. b. Við sjáum
af þeim línum líðan hans. Hún var ekki góð; „eg var bæði óhress
og þorði ekki vel út og hefi þar hjá verið þunglyndur þessa
daga. — — — Skammdegið hefir allt af lagzt þungt á mig,
síðan um veturinn, ég lá"; — „en ég veit af reynslu", bætir
hann við, „það bráir af mér eftir sólstöðurnar, og þá er ég
aftur til í allt". Lífeðlisfræðingar og sálsýkislæknar kunna skil
á áhrifum skammdegisins, sólarljósskortsins, á menn — og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0181.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free