- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
CLXXVIII

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— CLXXVIII —

Daginn eftir þennan fund, er nú var sagt frá, þ. e. 20. Mai,
hefir Jónas sennilega búið út bænarskrána i verzlunarmálinu og
séð um, að menn rituðu nöfn sín undir hana, 17 alls; mun hafa
þurft að hraða sendingu hennar til Reykjavikur. Aðfaranótt
hins 21. gekk Jónas heim til sin; hrasaði hann bá, begar hann
gekk upp stigann; gekk vinstri fótur úr liði um öklann, og
jafn-framt brotnuðu bæði sköflungurinn og sperruleggurinn rétt
of-an-við öklaliðinn, og gengu um leið út úr hörundinu, svo að við
bað myndaðist mjög hættulegt sár; „komst hann þó á fætur og
inn til sín, lagðist niður í fötunum og beið svo morguns. Þegar
inn var komið til hans um morguninn, og hann var spurður, því
hann hefði ekki kallað á neinn sér til hjálpar, sagði hann, að
sér hefði þótt óþarfi að gera neinum ónæði um nóttina, af bví
hann vissi, hvort sem væri, að hann gæti ekki lifað". Þannig
segir Konráð frá.*) Finnur Magnússon ritaði nokkru siðar, 14. n.
m., bréf til Bókmenntafélagsins um betta slys og afleiðingar
þess; hann segir þar að upphafi: „Það er félaginu kunnugt, að
cand. philos. Jónas Hallgrímsson beinbrotnaði voveiflega bann
21. næstl. mánaðar. Min var strax vitjað, og eg skrifaði hvi til
Friðriks-hospítals um viðtöku hans („paa bedste Pleje"), er og
strax skeði".**) Konráð segir enn fremur: „Þegar Jónas var
kominn þangað og lagður i sæng, var fóturinn skoðaður, og
stóðu út úr beinin; en á meðan þvi var komið i lag, og bundið
um, 1 á hann grafkyr, og var að lesa i bók, en brá sér alls ekki.***)

*) Fjölnir IX., 3—4.

**) Sbr. Skýrslur og reikn. Bmf. 1845, bls. VIII. Jónas hefir
sjálfsagt sent eftir Finni eöa gert honum orð til a’ö låta hann vita
um, hvaS orðið haföi.

***) Greinileg skýrsla um beinbrotiö og aðgerðina í
sjúkra-húsinu er í dagbók þess; uppskrift af skýrslunni er til í
Þjóö-skjalasafninu, gerö af Guöbr. Jónssyni; er skýrslan bannis’:

I Nat, omtrent Kl. 2, faldt Patienten og brak det venstre
Skinneben, saa at det blottede Ben ståk ud igennem de
sønder-revne Integumenter; først i IVIorges bragtes han til Hospitalet,
hvor hans Tilstand var følgende: Gennem et transversalt revet
Saar i Integumenterne, omtrent 3" langt, stikker det meste af
Tibias nederste Artikulationsflade, der er uskadt, med Undtagelse
af den nederste Del. hvor processus styloideus*) er afbrudt.
Hæ-morrhagien er ikke stærk, men Stykker af det iturevne periostium
trænger ud mellem Saarrandene. Foden drejer udad og trænger
talus frem mod den nederste Saarvinkel, hvor den danner en
Pro-tuberans, hvorpaa det nederste fragmen af proc. styloid. lader sig
skyde frem og tilbage. Fibula frembyder 3" over mall. internus

*) Svo var hann þá kallaöur, en nü er nefndur svo beintind-

ur 1 höftsinu; hér er átt vits malleolus rr "fiialis.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0190.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free