- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
11

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

afturlimu, — nema hvaldýrin; þau hafa öngva
aftur-limu og sést ekkert mot fyrir þeim, utan ef telja
skyldi tvö smábein, er liggja millum vöðvanna
aftur við skopin. — Útlimum spendýranna má skipta í
fjóra hluti:

a. Framlimirnir (bógarnir, artus aníici); í
þeim er herðarblað (scapula) og fylgir því
stundum viðbein (clauicula); þá upphandleggur
eða bóghnúta (brachium); það er ætíð eitt bein;
þá framhandleggur eða sperruleggur
(anti-brachium), í honum eru tvö bein (ulna og radius),
og eru þau stundum vaxin saman; loksins kemur
höndin (fóturinn, manus u. pes anticus) og eru
það þessi bein: úlnliðsbeinið (carpus), milli
sperruleggs og miðhandar, miðhöndin
(fram-fótarleggurinn, metacarpus) og fingurnir
eður tærnar (digiti); þeir eru aldrei fleiri en fimm,
og fækka stundum svo ekki eru eftir nema tveir
(eins og i jórturdýrunum) eður einn (i hestinum).
Kjúkurnar (phalanges) i fingrunum eru
jafnaðar-lega þrjár, og stundum þó ekki nema tvær eður ein.
í þumalfingrinum eður tánni, sem komin er i hans
stað, eru þær aldrei fleiri en tvær. Fremsta kjúkan
heitir naglarliður (rhizonychium).

b. Afturlimirnir (artus postici); í þeim eru
mjöðmin, og er hún sett saman úr þrem beinum
(os iliacum, os ischii og os pubis); samsvarar hün
herðarblaðinu i bógnum; þá hnútan (femur) og er
hún ætið eitt bein, eins og upphandleggurinn eður
bóghnútan; þá lærleggurinn (crus); hann er settur
saman ür tveim beinum (tibia og fibula) og eru þau

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0223.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free