- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
33

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 33 —

að eins litið sár, leggur hún á flótta, Það er með
þessa reyður — keporkak — sem aðra hvali, að hún
deyr á stuttum tíma af litlu sári, ef það hefir snert
vöðvakjötið (megruna), því þá hleypur jafnskjótt bólga
í sárið og því næst kolbrandur.

Grænlendingar hafa beztu tök á að gjöra sér gott
af þessari reyður sem hvers konar veiði, er þeim
berst að höndum. Megruna borða þeir bæði soðna,
herta og hálfúldna, og stöku sinnum blóðhráa.
Hvelj-una og spikið borða þeir til samans, ósoðið, eður
brenna því í kolum sínum, og innyílin sjóða þeir til
matar. Úr sinunum fá þeir hið ágætasta seymi.
Bein-in hafa þeir til margs koiw smíða í veiðarfærum,
bátum og búsgögnum, og þó tálknin séu stutt og
léleg, nota þeir þau samt til smásmíðis, í stokka,
skálar o. s. frv.

Grænlendingar leggja að henni á bátum og skutla
hana, og þykir þeim drjúgast að járna aftan-við
bægsl-in, en komi gat á innyflin, sökkur hún.

KEPORKARNAK

er önnur reyður í Grænlandshafi, náskyld þessari,
en mjög sjaldsén; Fabricius sá hana aldrei og hefir
þvi ekki getað lýst henni.

II.

RÚÐÓLFSREYÐUR.

(Bnlœnoptera longimana, R.).

Þenna hval rak á Fuglasand við Elfarmynni í
Nóvember-mánuði 1824. Hann var fluttur á sleðum
til Be línar, og Müller nokkur, málari, dró upp mynd
hans n jög kostgæfilega eftir mörgum og nákvæmum

3

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0245.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free