- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
64

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 64 —

munið víst eftir hópunum, sem stundum sátu á
Bessa-staða-túni. Engan okkar grunaði þá, að þeir væru
nýkomnir úr langferð, lengst sunnan úr löndum.

VII. Steindeplakyn (saxicola).

1 tegund: Grádílóttur steindepill,
stein-klappa (saxicola oenanthé). Kemur ekki fyr en viku
af sumri eða meira, og fer aftur i miðjum September.
Þessi meinleysingur halda sumir fljúgi undir ærnar.

VIII. Rindill (troglodytes).

1 tegund: Músarbróðir, músarrindill
(troglodytes punctatus). Minnstur af fuglunum á íslandi,
og líklega sá eini, sem ungar út tvisvar á sumri. Hann
er kyr á veturna og stelst þá inn um eldhúsglugga
í kjöt og magála, en étur flugur á sumrin; þegar
hann er að skjótast þetta, grár og lítill, með stélið
eins og það er, hefir mönnum þótt hann svipaður
mús og gefið honum svo þetta nafn.

Þriðja deild: Svölukyn (hirundo).

1. tegund: Bæjarsvala (hirundo urbicá).

2. tegund: Landsvala (hirundo rustica).
Báðar þessar tegundir koma einstaka sinnum til
ís-lands og hafa náðst þar, svo ég veit; en ekki hefir
orðið úr, að þær byggðu sér þar hreiður.

Fjórði hópur: Hænsnafuglar (gallinœ).

Þar af finnst varla á Íslandí nema

1 tegund: Rjúpa, keri, rjúpkarri (tetrao
la-gopus). Það hefir verið rifizt um, hvort það sé sama

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0276.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free