- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
65

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

- 65 —

tegundin og Norðurálfu-rjúpan (tetrao lagopus
auctorum); Fugla-Faber segir það sé ekki, og satt er,
að nokkur mismunur er á báðum, en samt er hann
ekki meiri en svo, að hann getur vel komið af
mis-muninum á veðráttufari og landslagi, og reyndar
mun það allt vera sama tegundin.

Fimmti hópur: Mýrfuglar (grallatores).

Fyrsta deild: Hlaupafuglar (cursores).

I. Lóukyn (charadrius).

1. tegund: Lóa, heiðlóa (charadrius pluvialis).
Þegar ég var litill, heyr<M ég, lóurnar svæfu i
hellum á veturna og hefðu fundizt þar með laufblað
í munninum; en sé þessi bábilja byggð á nokkru,
hafa þær, sem fundust, vissuleg i verið dauðar, því
enginn fugl liggur í dvala, og það geiir ekkert dýr,
sem hefir eins heitt blóð og þeir. Þið munið, hvernig
lóurnar eru litar á sumrin; á veturna eru þær allar
ljósgráar, og eru þá að flakka suður um miðja
Norð-urálfu og enda fyrir sunnan Mundiufjöll, en koma
heim á vorin að syngja. Á engum fugli ber heldur
eins mikið og þeim, þegar þær eru að flytja sig á
haustin; þær safnast þá í hópa, þúsundum saman,
og eru að æfa sig á að fljúga fram og aftur nokkra
daga, þangað til þær leggja á stað einhvern
morg-uninn, og geta þá vel verið komnar til írlands seint
<um kvöldið.

2. tegund: Sandlóa (charadrius hiaticula).
Kemur með lóuþrælunum á vorin, hér um bil viku af

5

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0277.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free