- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
157

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 157 —

Spendýrin, bls. 421), og alls ekki á dögum Aristotelesar (384—
322 f. Kr.); í dýrafræði sinni (Historia animalium) á hann að
vísu við „sléttbak" (sbr. bls. 17), en ekki stærri tegundina (b.
mysticetus). — „Fr. Martens" o. s. frv., Friedrich M. Martens,
læknir í Hamborg, fór til Spitsbergen og Grænlands 1671 og
rit-aði um ferð sina bókina Spitzbergische und Grönländische
Reise-beschreibung (Hamb., 1675), merkisrit með tiltölulega góðum
myndum, er hann dró upp. — „Scoresby", William, skozkur
hval-fangari, náttúrufræðingur og guðfræðingur (prestur og dr.
theol.), f. 1789, d. 1857. Stórmerkur vísindamaður og
afkasta-mikill rithöfundur. — VI. Lengd hvala, bls. 39—40. „Hvals
Længde" o. s. frv., sjá Spendýrin, bls. 389—90; þar er sagt, að
steypireyðar geti orðið allt að þvi 90 feta langar í norðurhöfum,
og að veiðzt hafi ein við Suður-Georgiu, sem var 107 feta Jöng.
— Bls. 40: „I indeværende Sommer", þ. e. 1842, þegar Jónas var
á ferðalagi um Múlasýslur. — „180 Fod", „120 Alen" o. s. frv.;
sbr. Spendýrin, 1. c. og bls. 410. Eru þessar frásagnir ekki
áreiðaniegar.

Bls. UO—53. — ÍSLENZK DÝR. Annar flokkur. tslenzkir
fuglar. — Ehr., frumrit, i nr. 8 i 8 bl. br. í hrs. Bmf., á 13
blöð-um framan-við miðja bókina; mörg auð blöð fyrir framan og
aftan. Upphafið, að eins 1 bls. (um I.—III. kyn), hreinritað,
einnig ehr., i nr. 27 í 4 bl. br. i hrs. Bmf.; þar er „ætt" fyrir
„ættkvisl" og áframhaldandi töluröð, rómverskra talna, á
kynj-unum í hverjum ættstofni, svo sem hér er prentað samkvæmt
því, en i frumritinu er áframhaldandi töluröð á kynjunum í
hverri ættkvisl fyrir sig, og er sú tala sett i hornklofa i
hrein-ritaða ehr. í því er einnig framhaldandi töluröð á tegundunum
svo langt sem það nær, talan 4. sett fyrir framan 1. tegund III.
kyns, en talan 1. þó sett i hornklofa; orðinu „tegund" er þar
sleppt, nema fyrst: „1. tegund". Fyrir framan þær tegundir,
sem ekki geta talizt eiga hér heima, en hafa þó sézt hér, er sett
stjarna (*). Síðasta setning, sem hér er á bls. 40, er orðuð
þann-ig i hreinritaða ehr.: „en heimkynni þessa fugls er austur i
Norður-Asíu". —

Sem von er til, flokka fuglafræðingar nú á dögum fuglana
nokkuð á annan veg en Jónas hefir gjört fyrir nær 100 árum, og
fleiri fuglategundir hafa nú hittzt hér en þá. Ýmsir
náttúru-fræðingar hafa einnig ritað íslenzk fuglatöl siðan; hafa verið
gefin út að minnsta kosti 11, og yrði ofmikið mál hér að ’bera
þetta fuglatal saman við þau öll. Fimm þeirra eru islenzk; eitt
eftir Ben. Gröndal, frá 1895, allmerkilegt að því er nöfnin snert-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0369.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free