- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
158

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 158 —

ir;*) annað er eftir Magnús Björnsson, Skrá yfir íslenzka fugla,
Rvik 1933, og þriðja eftir Bjarna Sæmundsson, Fuglarnir, Rvik
1936; er sú bók hið lang-fullkomnasta rit um islenzka fugla,,
sem prentað hefir verið. í eftirf. aths. verður helzt vitnað í það,
en jafnframt skal hér bent á, að það var prentað eftir að búið
var að setja þetta fuglatal Jónasar, svo að höfundurinn, dr. Bj.
Sæm., gat vitnað í það og haft það alla staðar til samanburðar.

— Nokkrum árum áður hafði einnig birtzt eftir sama höfund
merkileg ritgjörð, Zoologiske Meddelelser fra Island, um 69
ís-lenzkar fuglategundir, í Videnskabelige Meddelelser fra Dansk
naturhist. Forening, 97. b., og 3 ritgjörðir um íslenzka fugla
hafði hann birt áður í því ritsafni. — Önnur íslenzk fuglatöl,.
eldri, eru tilgreind í skrá Magnúsar Björnssonar og bók Bjarna
Sæmundssonar. — I þeirri bók er skýrt frá 155 fuglategundum,
„sem telja má víst eða næsta líklegt, að sést hafi hér á landi,.
auk nokkurra (c. 14), sem minst er á (með smáletri), að menn
hafi þótst sjá, án þess auðið sé að treysta því, að um þá fugia,
en ekki aðra, hafi verið að ræða" (bls. 684). Höf. flokkar
þess-ar tegundir í 7 ættbálka og 33 ættir og 84 ættkvíslir, en þrem af
þessum ættbálkum tilheyra sárfáir hérlendir fuglar, nefnilega
2. ættbálki, dúfum, 3. ættbálki, klifurfuglum, og 5. ættbálki,.
hænsnafuglum; af 2. ættbálki hafa sézt hér 2 tegundir,
hring-dúfa tvisvar og turtildúfa einu sinni; af 3. ættbálki hafa einnig
sézt hér 2 tegundir, gaukur tvisvar og gauktita einu sinni; en
5. ættbálki tilheyrir rjúpan ein; svo að nærri má heita, að allir
islenzkir fuglar, 150 tegundir, tilheyri 4 ættbálkum, spörfuglum,
ránfuglum, vaðfuglum og sundfuglum. Ættbálkar Bj. Sæm. svara
til ættstofna Jónasar, en röðin er ekki eins hjá báðum; 1.
ætt-stofn svarar til 4. ættbálks, 2. ættstofn til 1. ættbálks, 3.
rett-stofn til 5. ættbálks, 4. ættstofn til 6. ættbálks og 5. ættstofn til
7. ættbálks. Ættkvislir Jönasar eiga að svara til ætta Bj. Sæm.
og kyn Jönasar til ættkvisla Bj. Sæm. Nöfnin eru víða
frábrugð-in, bæði hin islenzku og hin latnesku. — Bls. 40—41. Fyrsta og
önnur ættkvisl af fyrsta ættstofni svarar til 1. og 2. ættkvislar
af 1. ætt( 4. ættbálks; I. og II. kyn til 1. ættkvislar, en III. kyn
til 2. ættkvislar (eins og hjá Jönasi); þriðja ættkvislin af fyrsta
ættstofni verður 2. ætt, IV. kyn 2. ættkvisl og V. kyn 1. ættkvisl.

— „Fyrsti ættstofn. Gripfuglar (raptores)", Bj. Sæm.: „4.
rett-bálkur. Ránfuglar (raptatores)". — Bls. 40. „Fyrsta ættkvisL

*) Einnig er mjög athygllsverð rltgerð sama höfundar, „Is-

ländische Vogelnamen", 1 ürnis, Internat. Zeitschr. für die
gesamm-te Ornithologie, III., 587—618.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0370.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free