- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
5

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

5

A 17. öld fer fvrst aö brydda á hinni miklu hnignun í
efnalegu tilliti, sem seinna kom lslandi á steypirinn;
ein-okunarverzlunin var aðalorsök þessarar hnignunar, en við hana
bættist illt árferði og margt fleira andstætt. Þó var
efna-hagurinn á 17. öld að sumu leyti töluvert betri en seinna
varð, í mörgum ættum var mikill auður og héldust sýslur og
mannaforráð enn i ættunum, alþýða manna var þó fátæk og
kunni lítt að bjarga sér, svo þegar illa var ært, komust
stór-hópar á vonarvöl. Við siðbreytinguna varð konungsvaldið
ríkara hér sem í öðrum löndum og fylgdi það allstaðar hinum
nýja sið. því Luther keypti höfðingjana í lið með sér með
því að gefa þeim í hendur eignir og stjórn kirkjunnar. Þó
héldu Islendingar á þessari ö!d fornum lögum og dómsvaldi
og konungsskipanir voru tiltölulega fáar. Margir voru þá
fróðir í lögum og rituðu margt í þeirri grein, sem enn er
til, þó voru menn jafnan deigir til stórræða og framkvæmda,
og mæltu lítt á móti, þó gengið væri nærri réttindum þeirra
og hlýddu stjórninni orðalaust; því miður máttu Islendingar
kenna sjálfum sér sumt það, sem aflaga fór í landsstjórninni.1

Harðindi voru opt mikil á 17. öld, einkum framan af
öldinni og hin seinni ár hennar. Veturinn 1601 var aftaka
harður og var kallaður »lurkur«, þá var almennur
penings-fellir og grasleysi og sauðgróður sást ekki fyrr en á
Jóns-messu, hafísar lágu fram á sumar og engir lögréttumenn að
norðan komu til þings, sakir harðinda; næsti vetur var kallaður
»píningsvetur« og dó þá fólk hrönnum af harðrétti næstu
þrjú ár, er sagt að 9000 manns hafi þau ái’ falliö á Islandi
af sóttum og sulti. 1615 voru og harðindi mikil og árið eptir
(1616) gekk bóla; Björn á Skarðsá segir: »margur drengur
og stelpa voru á þessu ári og á nokkrum eptirkomandi árum
flutt að sunnan norður og í Austfirði af sýslumönnum. vegna
manndauða og fólksfækkunar, drengir seldir sumir fyrir 60
og 80 álnir, en stelpur 40 álnir*.2 Veturinn 1625 var kallaður

J) Það er víst eins dæmi. sem sagt er um Þorstein Þórðarson á
Skarði (f 1700) »hann vildi engin völd né lén af dönskum ÞyggJa um
sina lífdaga«. Hestsannáll. hdrs. J. S. 39. fol.

3) Annálar Björns á Skarðsá bls. 193.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0017.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free