- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
4

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

4

Bjarni nokkur Hallgrímsson dó í Skotlandi 1664. hann var
giptur þar, en kom opt kynnisferðir til Islands.1)

Allir lærðir menn, er vildu fá meiri frama í mentum,
en hér á landi var hægt að fá, fóru í þá daga til háskólans
i Kaupmannahöfn eins og jafnan síðan; háskóli þessi var þá í
miklum blóma og margir af kennurunum voru frægir
vís-indamenn, hafði þetta góð áhrif á menntalífið á Islandi, enda
voru fáir svo efnum búnir. þegar leið á öldina og allt svarf að,
verzlunarokur og harðindi, að þeir hefðu getað leitað til
háskóla í öðrum löndum. Eins og vér siðar munum sjá voru
margir íslendingar á 17. öld mjög fróðir í bókvísi þeirra
tíma, lærðir rnenn fengust þá við allar fræðigreinir, vísindin
voru þá ekki víðtæk, svo gáfaður maður gat hæglega komizt
yfir að nema aðalatriði flestra fræðigreina, sem þá voru
stundaðar. en mjög var fróðleikurinn blendinn og fáir sýndu
svo mikla greind, að þeir höfnuðn því, sem ótrúlegt var eða
ósannað, ef þeir fundu þaö í bókum. Regluleg og skynsöm
athugun á náttúrunni er á 17. öld mjög sjaldgæf, menn
setja allt i bækur, sem þeir hafa lesið eða heyrt, en skoða
fátt eða ekkerl sjálfir. Guðfræðin drottnaði hér á landi
eins og annars staðar yfir öllum fræðigreinum, lærðir menn
gátu sjaldan eða aldrei aðra atvinnu fengið en prestsembætti,
því nær engar bækur voru prentaðar nema guðsorðabækur.
og guðfræðisbragð er af mörgu því, sem skrifað er í öðrum
greinum; kreddur og trúarringl fluttist hingað frá útlöndum
og súrsaði allar bókmenntir. daglegt líf og hugsunarhátt, þessu
fylgdi hin rammasta hjátrú. svo ekki var að búast við. að
hér mvndaðist sjálfstætt vísindalíf i fjarlægu, fámennu og
afskekktu landi; tizka sú í trúarefnum, er aðalmúgur klerka
og embættismanna erlendis fylgdi. fluttist hingað furðu fljótt
og haíði áhrif á allt þjóðlifið, sannast hér sem optar máltækið
»að auðlærð er ill danska«. Þó er aldarandinn hér engan
veginn verri en í öðrum löndum, því fer fjarri, og það er
mesta furða, hve mikið andlegt líf gat haldizt, þrátt fvrir
örðugar kringumstæður.

’) Annálar Gunnlaugs Þorsteinssonar. Lbs. 158-4°, bls. 67.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0016.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free