- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
25

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

25

Sumir komast svo langt 1 illsku og örvæntingu, að þeir gefast
kölska og rita sáttmálann með blóði sínu, þeir vilja njóta
jarðnesks munaðar, er Lucifer getur veitt þeim, en hirða
minna um afdrif sálarinnar. Þessir menn verða mennskir
djöflar og fá hjá föður sínum djöflinum leynileg töfralyf til
þess að auka ríki hans og gjöra guðsbörnum skaða: þannig
myndast galdrar, hin skaðlegasta eiturspeki. sem kirkjan af
alefli veróur að útrýma, því annars mundi Lucifer ná öllu
mannkyninu á sitt vald. Til er önnur hulin speki, sem guð
gefur kirkjunni til verndar, hún kennir vfirráð yfir náttúrunni
með aðstoð góðra engla, og er sú speki kölluð hin hvita
speki eða hvítu rúnir (magia candida) til aðgreiningar frá
hinni svörtu speki eða römmu rúnum (magia diabolica), hana
kennir kölski vinum sínum og lætur púka sína framkvæma.
Loks er mælir syndanna fullur, mannkynið orðið svo spillt,
að engin viðreisnar von er Iengur, þá kernur Antikristur,
heimsendir og hinn síðasti dómur; jörð og himnar hverfa,
ekkert veróur eptir nema Ijóshimininn og helvíti: á himnum
munu útvaldir gleðjast eilíflega og hafa þó fyrir augum eilífar
kvalir og tannagnístran fordæmdra í helvíti.1 Menn verða,
er þeir athuga trúarlíf og bókmenntir 17. aldar, að hafa í
huga, að á þessari heimsskoðun og þessari trú er allt
félags-lífið byggt.

Afl það, sem kennimönnum var gefið til þess að reka
burt illa anda, kemur fram á ýmsan hátt, kirkjan gat með
særingum, bannfæringum, hringingum, krossmörkum og
mörg-um dularfullum athöfnum2 hrakið kölska og ára hans;
þekk-ingin á náttúrunni gegnum sjóngler kirkjunnar, og þær
töfra-athafnir er klerkar framkvæma í góóum tilgangi eru sérstök

’) í aðalatriðum hefi eg farið eptir: J. Ennemoser: Geschichte der
Magie. Leipzig 1844. og V. Bydberg: Medeltidens magi. Ptkh. 1865.

’) Enn þá eymir eptir af sumu þessu. þegar menn leggjast niður
að læk til þess að drekka, krossa þeir sig. svo ekki fari ofan í þá
brunn-klukkur eða eiturormar. Í Guðmundarsögu er getið um smalamann,
sem »fleygir sér niðr at læk ok drekkr þegar ósigndr sem eitt
kvik-vendi«, enda fór þá ógurlegur eiturormur niður í hann. Biskupasögur
II. bls. 87.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0037.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free