- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
24

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

24

villulærdóma: ef maðurinn hrasar og fvlgir freistingu djöfulsins,
þá hefir hann týnt sáluhjálp sinni og kvelst um alla eilifö í
eldi og brennisteini. Allt þetta böl og andstreymi kemur frá
engum öðrum en hinum gamla höggormi, og lýsir meistari
Jón Vídalín því snilldarlega, er hann segir: »allt það
mót-drægt er, allt það illt er, allt hvað ómak, erfiði. kvöl,
þján-ingu, hrelling og hugarangur. sviða og sárindi evkur bæði á
sálu og líkama, útvortis og innvortis, því öllu saman er
djöfullinn hin fyrsta orsök í, og einn vellandi brunnur og
uppsprettu auga af öllu því, er manneskjuna kann að angra,
og án hans er ekkert illt. þaö illt kallast og meö réttu heitir

.....Hann hripsar orðið .burt ur mannanna hjörtum, hann

útsendir sína illsku anda um loptið, við hverja guðs börn
hafa að berjast*.1

Guð sér auman á böli mannkvnsins og sendir sinn
ein-getinn son til þess að endurleysa það; kristnin breiðist út
um löndin og kirkjan er stofnuð til þess að verja mennina
gegn árásum Lucifers, engin sáluhjálp er möguleg nema með
hjálp og tilstilli kirkjunnar, frá kirkjunni fær maðurinn það,
sem skynsemin aldrei gat veitt honum. vitneskjuna um hin
æðstu sannindi; skynsemin leiðir í freistingar, trúin ein er
upphaf og endir vizkunnar. Kölski rís nú upp með öllu sínu
valdi og slægð og tekst að freista mannsins meö því að leiða
skynsemi hans í efasemdir um hin heilögu sannindi
kirkj-unnar; þannig myndast villulærdómar, er stevpa miljónum
manna í eilífa glötun. Villulærdómarnir eru eitursár á
félags-líkamanum, sem kirkjan verður aö skera eöa brenna, ef duga
skal. Nú fer heimurinn sífellt versnandi, kölski fær meiri og
meiri yfirráð vfir sálum manna og líkömum, hann pínir þá
með sjúkdómum, slysum og styrjöldum, sendir ára sina inn
í suma, svo þeir verða djöfulóðir og tala tungum djöflanna.

’) Jón p. Yídalín: Likræða yfir Gísla sýslumann Magnússon.
Hólum 1704. bls. 88, 40. í Hugvekjusálmum sira Sigurðar Jónssonar
(Hólum 1751. bls. 433) stendur meðal annars um kölska: »1 munninn
leggur lýgi hann. ljóta hogsun í hjartans rann, sérhvern lim manns til
syndar dró, sauruga drauma opt tilbjó, alla staði hann óttast þarf,
óþreyttur fremur svika starf.«

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0036.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free