- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
95

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

95

eins og svo mörg önnur rit þeirra tima. mikió þroskaleysi og
andlega megurö: þó menn séu í ýmsum greinum furðulega
fróðir og lærðir, þá hafa þeir ekki hugmynd um vísindalega
röksemdaleiðslu. hjátrúin og trúarringlið umsneri allri
skyn-semi og greind. Aðalkaflinn um Isiand (kap. 44) heitir:
»Meining ein um Island« og set eg hann orðréttan til
sýnis: »ísland reiknast liggja og lafa á norðanverðum
vestur-hölluðum jarðarhnetti i 7. climate og 14. paralelo, 80 milur
í norðvestur frá Færeyjum, 160 mílur frá Danmörku og sé
sunnanvert i latitudine ab æquatore undir 64^/2 gradu. En
Petrus Appianus setur það undir 65. gradus. Það þvkir
lík-legast að sé uppflosnað úr sjó af jarðeldi og er haldið 60
mílur að lengd, en 30 mílur að breidd. næsta svo stórt sem
Irland. Gemma Frisius annálar Islands undur, jökla,
jarð-elda, gjósandi hveri, ölkeldur, hafís, auðnir og óbyggðir, þar
með banvænna brunna og brennisteins nægtir, hrósar þó
landsmönnum fyrir hörpuslátt; en doctor Wormius prísar
incolas mest fyrir rit, rúnavit og históríuhyggindi. Abraham
Ortelius reiknar á íslandi tvo biskupsstóla. 8 klaustur, 329
kirkjur, og landsmenn hafi fjöll fyrir staði, vatnsbrunna fvrir
sælgæti, prísandi þó það þar talist og prentist en gamla
cimbriska, góða gotiska, máske eitt það elzta tungumál frá
Babel, eptir meining meistarans Johannis Goropii Becani, er

» r

i öndverðu kallaðist alemanica lingva, sem Oðinn með Asum
úr Asía innfærði í Europam«.

f*á telur Jón Daðason firði og annes kringum Island
(alls 152 nöfn) og heldur svo áfram

»Ortelius deilir landinu í 4 quadrantes eður fjórðunga og
tvö stipti, sem eru Hólastipti, þar sem er biskupssetrið,
prent-verkið og skólinn, og Skálholtsstipti, sem inniheldur 3
quad-rantes og 12 sýslur. Saxo Gratnmaticus annálar fjallið Heklu
brennandi, og önnur ótrúanleg undur og ósannindi«.

»Island pisla tveir mótstæðir ósigrandi óvinir, eldur og ís,
með sjóðheitt og sárkalt, og eru í veru aur og afstreymi allra
byggðra landa, mestallt óbyggðir og eyðisandar, graslaus fjöll
og gagnlausir jöklar, blásnir mosar og brunahraun,
upp-sprungin af ógnarlegum jarðeldi, nema lítið bvggðarlag með

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0107.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free