- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
94

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

94

en strauk; bóndi og hann báöir þrevttir hver á öörum og
urðu fegnir að skilja*. Siðan var sira Jón um stund (1639)
kirkjuprestur i Skálholti. en fékk Arnarbæli 1642 og bjó þar
síðan; hann dó snögglega 1676 og var þá sjötugur. Kona hans
var Katrín Kortsdóttir, svstir Þorleifs lögmanns. Jón
Daða-son var orðhvatur við hvern er í hlut átti, hann var
gróða-maður mikill og kevpli margar jarðir, en auður hans
tvístr-aðist fljótt eptir fráfall hans, síra Jón hefir verið lærður
maður og fróður eptir þeirra tíma lagi, og lagamaður kvað
hann hafa verið góður: það er auðséð á ritum hans, að hann
hefir verið sérvitur í meira lagi og hjátrúarfullur eins og
flestir prestar á hans dögum, og héldu sumir hann
göldrótt-an; síra Eiríkur Magnússon á Vogsósum, er svo miklar sögur
hafa farið af, ólst upp i Arnarbæli hjá síra Jóni. Jón prestur
Daðason kvað »Sveinadrápu« og »Englabrynju« móti árásum
vondra anda, og samdi »Rembihnút«, sem Jón Grunnvíkingur
kallar »lagarugl og rusl«. Helzta rit Jóns Daðasonar heitir
»Gandreið«, það er mikið rit um beimsspeki, guðfræði.
nátt-úrufræði og alla skapaða hluti, sem nöfnum tjáir að nefna;
höfundurinn kallar bókina »gandreið«, af þvi hún fæst við
svo margt.1 Ritið er ákaflega ruglingslegt og sérvizkulegt,
með óskiljanlegu heimsspekis-moldviðri innan um, en í því
er þó allmargt merkilegt, er sýnir hugsunarhátt og lærdóm
þeirra tíma. »Gandreið« er skrifuð i Arnarbæli 1660. í bók
þessari er ýmislegt, er snertir ísland. hér og hvar, hefi eg
safnað saman hinu helzta og sett það hér í eina heild;
land-lýsing síra Jóns sýnir þær hugmyndir, er íslenzkur klerkur
um miðbik 17. aldar hafði um föðurland sitt; síra Jón var
einn hinna bezt lærðu presta í þá daga, en rit hans sýna.

’) Titill bókarinnar er gott sýnishorn af rithætti síra Jóns
Daða-sonar. hann er svona: »Gandreið, glumrur, dunur og dvergmál
himin-legra hvítu rúna um undrandi kyn og krapta í yfirvættis-fyllingu eðlis
náttúrunnar, sem reynslan og listin gefur að rannsaka. elementlegum
vafurloga. vindi, sjó og sandi innskrifandi. Novum meteoron candidæ
magiæ«. Eg hefi farið eptir afskript í Ny kgl. Saml. nr. 76. fol.. sem
Th. M. Isfjörd hefir gjört í Kaupmannahöfn 1776. Sbr. hdrs. Bókmf. í
Kmh. nr. 35 fol., J. S. nr. 81-4°. -Englabrynja« Lbs. 444-8° og víðar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0106.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free