- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
101

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

101

ina, og munum vér sjá það jafn ótt, eptir því sem á
frá-söguna líður.

Það á bezt við hér í byrjun að nefna nokkuð þekking
manna um öræfi Islands, og má þá drepa á útileguþjófa og
svo geta hinnar einu rannsóknarferðar um öræfi, er
Islend-ingar fóru. á 17. öld, ferðarinnar í Þórisdal 1664. Mönnum
voru þá ekki kunnugri öræfi Islands en 1 fornöld, menn þekktu
aðeins hinar neðri tjárleitir, en þorðu sjaldan að leitalengra;
menn voru deigir á allar ferðir ura óbyggðir og öræfi og olli
hjátrúin þvi með fram, því útilegumannasögum og
tröllasög-um trúðu allir. Þó hafa eflaust margir flúið á fjöll til þess
að foröa lífi sínu. þegar stóridómur var 1 mestum blóma og
hinum grimmustu refsingum var beitt fyrir smá afbrot.
Stundum er getiö um útileguþjófa, er flúið höfðu úr byggð
og lifðu á sauðastuldi, en ekki hefir flakk þessara aumingja
veitt mönnum mikla fræðslu um óbyggðirnar. Um útilegur
á 17. öld set eg hér aðeins fá dæmi. Um 1636 er þess
getið, að Guðmundur nokkur Jónsson, er hafði átt barn við
systur konu sinnar, ílýði á fjöll nyrðra og duldist þar 1
selj-um og við fjallabyggðir nokkur ár.1 Arið 1677 lögðust
margir út til rána og stulda og höfðust við á fjöllum uppi;
var það mikið að kenna harðæri, er þá gékk, og flosnuðu
margir upp.2 Eyvindur nokkur Jónsson úr Olvesi hljóp frá
konu með aðra vestur undir Jökul, fóru svo suður og lifðu
í helli á Mosfellsheiði við sauðastuld: voru þau hýdd um
veturinn 1677, en löggðust svo aptur á fjöll, náðust árið eptir
og var hann höggvinn og henni drekkt í Öxará.3 Loptur hét
maður úr Strandasýslu, er fór á fjöll með konu sína og
fvlgi-konu, og lifðu við sauðastuld; hann náðist í Vatnaflóa, er
þau ætluðu í Surtshelli, og voru með þeim 4 börn og önnur
konan með barni; var Loptur höggvinn 1681 í Strandasýslu.4
1703 er getið um þrjá útileguþjófa, er settust að í helli ná-

’) Safn til sögu íslands II. bls. 739.

a) Hestsannáll, hclrs. J. S. nr. 39. fol.

’) Hestsannáll og Annáll Magnúsar Magnvissonar, Lbs. 39. fol. bls.
128. Sbr. Arb. Esp. VII, 190.

4) Árb. Esp. VII. bls. 102.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0113.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free