- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
100

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

100

snögg, egg og unga, lit og liking, art og eðli, æt og óæt«.
Seinustu 11 kapítularnir (68—78) eru eintómt samsull af
alls-konar léttmeti og sérvizku; þar er ýmislegt heimsspekisrugl
ó^kiljanlegt, um valdstjórnina, um »mahometiskan
Höfuð-Tyrkja« og um Tyrkjasoldána, um upphaf og myndun
bók-rúna, um »engillega íbúð stjarna«, um höfund skúrgoða og
römmu rúna, um ýmsa galdra og töfralist, hebreskt stafrof,
vigt og mál, um faðirvor og margt íleira. Höfundinum þykir
auðsjáanlega gaman að því, að fvlla allt með myrkum
tals-háttum, tilgerð og sérvizku, en slikt þótti í þá daga bera vott
um lærdóm og djúpsæi, enda þótti »Gandreið« í þá daga
mjög merkileg bók, og framan við hana eru latnesk og
ís-lenzk lofkvæði um höfundinn og ritið, eptir ýmsa íslenzka
fræðimenn.

17. íslenzkar landlysingar frá fyrri hluta 17. aldar.

Vér höfum séð hér að framan, að fróðleikur manna á
íslandi hafði mjög vaxið á 17. öld, og af^því leiðir að
íslend-ingar rita miklu meira um land sitt en áður. Flest öll rit
þeirra tíma eru þó enn óprentuð og hafa dulizt í
handrita-söfnum hér og erlendis. I köflunum næstu á undan höfum
vér talað um almenna náttúruþekkingu Islendinga og um áhrif
þau, er hjátrúarringl aldarinnar hafði á þjóðlíf og ritstörf
þeirra tima. og að lokum höfum vér getið tveggja manna,
þar sem sambreyskingur hjátrúar og fróðleiks kemur
glögg-ast fram. I ritum þeim, sem vér þegar höfum talað um, er
allvíða getið íslenzkrar náttúru, en þar eru ekki sameinaðar
i heildir frásagnir um landið og þjóðina; nú munum vér
snúa oss að hinum eiginlegu landlýsingum og segja nokkuð
frá þeim mönnum, sem þær hafa ritað. Ekki ber mikið á
eiginlegum landfræðisrannsóknum á þessari öld, fremur en á
hinum fyrri; í flestum ritgjörðum 17. aldar eru aðeins
al-mennar hugleiðingar um land og þjóð, án þess þær séu
eig-inlega byggðar á sjálfstæðum rannsóknum. Þó fer að brydda
á rannsóknaranda hjá stöku manni, þegar kemur fram á öld-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0112.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free