- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
103

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

103

sprunginn, voru margar gjárnar fullar af vatni og rann úr
þeim út á jökulinn. Þegar þeir áttu skammt eitt þangað, er
þeir hugðu jökulinn ei mundi úr því hækka austur á leið,
þá setti gúlp á jökulinn á tvær hendur, fyrir sunnan og
norðan, en loptaði undir þvert austur yfir jökulinn. Um það
bil heyrðu þeir árnið mikinn undir fótum sér, en sáu þó
engin likindi til vatns. Nokkru síðar komu þeir á bera jörð,
það var sléttur mógrýtishryggur svo sem gilþröm, og þaðan
tók jöklinum mjög að halla austur og öðrum hluta í
land-norður, og var flatur mjög sem dalur um þveran jökulinn,
og sá sumstaðar að stóðu upp svartar klettasnasir og gnýpur,
en norðan til voru fell mikil, samfest með jökulskriðum og
fönnum. Gengu þeir nú eptir móbergshryggnum og upp á
hæð nokkra og skyggndust þaðan um. Þá var heiður himinn
til austurs og skyggni gott, sáu þeir austur vfir jökulinn öræfm
upp af Biskupstungum.

»Sáu þeir nú mikinn dal, langan, mjóan og mjög
hring-boginn; eru upptök hans og botn með stórskriðum, björgum
og gilklofum í miðjum fyrnefndum jökli, og gengur þaðan í
landnorður og beygist svo í hring austur á við og landsuður
eptir jöklinum, og þar út úr flölum jöklinum austanvert á
ská til í suðurátt, og er jökullinn lægri og lægri austur eptir
og svo dalurinn smámsaman þeim mun grynnri, og hvergi er
hann dýpra niður skorinn að sjá, en sjálft undirlendi
jökuls-ins. En dýpt dalsins gerir sú mikla hæð, sem ofarlega er á
jöklinum um dalbotninn og svo þar norður frá landnorður
eptir; allar hlíðar eru þar blásnar sem dalurinn er dýpstur,
og eru allt dökklitir og mórauðir hjallar og hvammamyndir
ofan að undirlendi, líkt á litarhátt felli þvi, er suður af
Geit-landi stendur við jökulinn. Sumstaðar eru gilskörð, en hvergi
neitt vatnsfall ofan, svo sjá mætti; en svo var hátt ofan á
undirlendið, að óskýrir þóttust þeir i því vera, hvort þeir í
einum hvammstallanum, neðar en í miðri hlíðinni, sáu
jarð-veg, eða mundi svo litt vera mógrjótið, en hvergi var grænt
að sjá; en niður í dalnum voru meleyrar og sumstaðar
jök-ulhlaup, svo sem snjóflóðshrjónungur og óslétta hefðu runnið
fyrst ofan úr jöklinum og svo eptir dalnum austur á við.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0115.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free