- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
104

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

104

Hvergi var i honum klif að sjá, enginn foss og ekkert
vatns-fall, aðeins vatnsdrefjar injög litlar, straumlitið að sjá, svo
það drógst sumstaðar svo sem í smá lón eða tjarnir; og það
lengst suður á, sem eptir dalnum sá, þá glampaði þar i
lygna-vatn, og var þá allgrunnur orðinn dalurinn, og engar hliðar
að, nema flatajökullinn tveim megin fram að meleyrunum.
En þar er dalurinn beygist lengst norður í hring, voru
smá-fell 2 og var hvorttveggja blásið, en þar þótti þeim niður
undir að sjá sem graseyrar eða flatir litlar fram að
árfarveg-inum; tóku fell þessi upp úr jöklinum, en hann féll slétt og
lágur fram að þeim að norðan. Engir sáust þar hverir, svo
reyk leggði af, og hvergi skógur, víðir, lyng né gras, framar
en nú er sagt; eru það og engin undur þótt afdalur sá,
innan i jöklum luktur og allþröngur, hafi misst grasbrekkur
þær, er í fyrnd þar sem annars staðar verið munu hafa«.

í*egar klerkar höfðu litið yfir dalinn, gengu þeir að kletti
einum á dalbrúninni nær botni hans og fundu þar hellir
mik-inn, og gátu þess til, að þar mundi Þórir þuss hafa búið
með dætrum sínum: þar mörkuðu þeir nöfn sin i bergið og
tóku snæðing, var þá farið aö kvölda og máttu þeir því eigi
lengur dvelja þar; gengu þeir samt upp á bratta fjallsgnýpu
vestur frá hellinum og hlóðu þar vöröu. Eptir það sneru
prestar aptur sömu leið og skildu um nóttina á miðjum
Kaldadal, og reið Björn prestur suður af, en Helgi prestur
norður af, og síðan hvor til sinna heimkynna og þóttust nýja
stigu kannað hafa1. Helgi Grímsson var prestur á Húsafelli
1651—1691, Björn St.efánsson var prestur á Snæfuglsstöðum
i Grímsnesi 1660—1716, Helgi prestur átti systur hans; Björn
Jónsson varð seinna prestur á Hrepphólum (1677—1696).
Þórisdals er getið i Grettissögu, sem alkunnugt er, og líka í
Bárðarsögu og Armannssögu, og hefir jafnan verið einhver
hulinsblæja yfir dalnum. Hinar fornu frásagnir um
I’óris-dal munu hafa átt góðan þátt í myndun
útilegumanna-sagnanna. Það má sjá af ritum Jóns Guðmundssonar lærða

’) Um Þórisdal og frá ferð þeirra síra Helga Grímssonar og síra
Bjarnar Stefánssonar þangað 1664. (íslendingur III. bls. 81— 93, nmgr.).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0116.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free