- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
107

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

107

í þessum kafla munum vér sérslaklega minnast þeirra
íslendinga, er rituðu um landið fyrir miðja 17. öld. Þó
rit-gjörðir þeirra séu að mörgu merkar, þá eru þær þó ekki
eins þýðingarmiklar eins og þau rit, sem skrásett voru seinni
hluta aldarinnar. Eins og vér áður höfum getið, voru rit
Arngríms Jónssonar einkum ætluð til þess að hrekja
skrök-sögur útlendinga um landið; var mönnum, sem vonlegt var,
mjög umhugað um, að útlendingar fengju þolanlega rétta
hugmynd um landið og þjóðina; Guðbrandur biskup og
Arn-grímur lærði börðust eins og hetjur fyrir þessu máli og
fengu allmiklu til leiðar komið; eptir þeirra daga dofnar
áhuginn aptur töluvert, mjög fáir koma ritum sínum um
ís-land á prent, allflest ritstörf íslendinga utn ísland urðu því
gjörsamlega þýðingarlaus fyrir erlendar þjóðir; af þessu
leiðir, að allar skröksögurnar hinar fornu um landið ganga
aptur í útlendum landfræðisbókum og mikið bætist við, sem
eðlilegt var á þessari hjátrúaröld; þessum apturgöngum varð
ekki komið fyrir fyrr en um lok 18. aldar, og sumar eru
jafnvel á rjáli ofanjarðar enn.

Þegar Guðbrandur Þorláksson mælti fram með Oddi
Einarssyni til biskupsembættis í Skálholti, taldi hann honum
það meðal annars til gildis, að hann væri mjög vel lærður, svo
hann væri fær um »lastskriptum svar að gefa, sem eru
út-gengur um vort föðurland eða ganga kunna« og var það
satt. Oddur Einarsson var fæddur 1559, hann sigldi til
há-skólans og fékk mikið orð á sig fyrir lærdóm, einkum í
stærðfræði og stjörnufræði; Oddur Einarsson dvaldi um
tíma á Hveen hjá Tycho Brahe, og er mælt að Tycho Brahe
hafi spáð vel fyrir honum. Oddur kom út aptur 1586 og
var svo tvö ár skólameistari á Hólurn; hann tók
biskups-vígslu 1589 og dó í Skálholti 1630. Oddur Einarsson var
fræðimaður mikill og safnaði miklu af bókum og handritum,
en margt af því brann 1630; Oddur var merkismaður í flestu
og einn af nýtustu biskupum, hann lét sér mjög annt um

sonur síra Ólafs Erlendssonar (f 1650), sem var prestur á
Breiðaból-stað í Vesturhópi.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0119.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free