Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
108
íslenzkan fróðleik og ritaði margt sjálfur bæði fornt og nýtt,
en það er nú flest týnt; Oddur biskup var allvel hagmæltur
og var talinn getspakur og fornspár, »en lét lítið yfir því,
nema þá hann var glaður« segir síra Jón Halldórsson. Enn
r
er til minnisbók Odds biskups i safni Arna Magnússonar;1
þar er meðal annars nákvæm lýsing á jarðskjálptanum 21. febr.
1630 og er hún hvergi annars staðar til. Mælt er að Oddur
biskup hafi einnig ritað ýtarlega lýsingu Islands, en sé það
satt, þá er bók sú fyrir löngu týnd. Islandslýsing P. Resens
er að miklu leyti byggð á riti, er hann kallar »Ottonis Enari
Islandia«, og eru úr riti þessu teknir margir langir og
merki-legir kaflar; greinir þessar bera þó flestar allmikinn keim af
riti Gísla Oddssonar »Um undur Islands*, og má vera aö
Resen hafi blandað þeim saman feðgunum; þó getur hann
lika víða um annála Gísla Oddssonar. Ef kostur væri á að
bera íslandslýsingu Resens saman við rit Gísla Oddssonar,
mætti hæglega ganga úr skugga um þetta. Ef það reynist,
að Resen heflr haft fyrir sér annað rit en Islandslýsingu
Gísla biskups, þá er þar með sannað, að Oddur Einarsson
hefir skrifað aðra landlýsingu, sem nú er týnd, og með því
að safna saman köflum úr riti Resens mætti þá fá
nokkurn-veginn nákvæma hugmvnd um aðalefnið í Islandslýsingu
Odds biskups. Úrskurðurinn um þetta mál verður að bíða
betri tíma.
Sonur Odds biskups, Gísli, var líka fróöleiksmaður og
virðast rit hans bera vott um svipaðan blending
náttúrufróð-leiks og hjátrúar, eins og kemur fram hjá Jóni
Guðmunds-syni, Jóni Daðasyni og öðrum samtiðarmönnum þeirra. Rit
Gísla biskups hafa geymzt betur en rit föður hans, þó þau
séu enn óaðgengilegri fyrir oss Islendinga, af því þau eru
geymd í ensku handritasafni. Gísli biskup Oddsson,’2 sonur
*) Memoralia Odds biskups Einarssonar. A. M. 243-4°.
2) Æfi Skálholtsbisknpa eptir Jón Halldórsson. F. J. Hist. eccles.
Isl. III. bls. 594—602. Árb. Esp. Zeitschrift des Vereins fiir
Volks-kunde (Jón Þorkelsson) 1891, bls. 164—71. Enn er til bréfabók Gísla
Oddssonar og vísitazíubók, A. M. nr. 244—248-4°.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>