- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
111

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

111

um íslenzkt mjöl. Bókin er alls 40 kapítular (203 skrifaðar
blaðsíóur). Gísli biskup Oddsson ritaði líka marga annála og
í þeim kvað einnig vera margt um þjóðtrú og hindurvitni1.

Því mióur eigum vér eigi kost á að skýra frá því í
rit-um Gísla biskups, sem rétt er frá sagt um náttúru íslands,
en getum hér aðeins getiö nokkurra hindurvitna, er hann
talar um og trúir2. Gísli Oddsson getur meðal annars um
orminn 1 Lagarfljóti, segir hann að sumir telji hann mílu á
lengd og menn séu ekki á eitt sáttir um það, hve kryppurnar
séu margar; þegar ormurinn hreifir sig, flæðir fljótið upp á
bakkana, jörðin bærist og húsin titra. Það er rnælt að
bisk-up nokkur hafi ætlað að flæma hann burt úr fljótinu, og meðan
biskup var þar bar ekkert á orminum, en þegar hann var
farinn sást hann strax aptur; Gísli getur og um ógurlega
seli og skötu í Lagaifljóti. Annar ormur á að vera í Skaptá,
og í Hvitá hjá Skálholti margskonar skrímsli. Um Aradal
getur biskup lika og segir, að menn hafi álitið þennan dal
nokkurskonar ódáinsakur, en nú hafi enginn komið þar lengi
og viti menn ekki, hvar hann liggur. Um tröll getur biskup
einnig og segir, að þau muni reyndar útdauð, en þó lifi enn
nokkrir menn, er hafi séð þau. Af álfum segir Gísli
Odds-son, að séu tvær tegundir, huldufólk, sem sé illviljað
mönn-um. og Ijúflingar, er hafi mök við menn, og af þeim sé komin
Mókollsætt.

Einhverntíma á árunum 1646 eða 1647 skrifaði Otto
Krag (1611—1666), ritari Kristjáns konungs IV., báðum
bisk-upunum, Þorláki Skúlasyni og Brynjólfi Sveinssyni, og bað
þá segja sér, hvað satt væri og hvað ósatt í frásögnum
út-lendra höfunda um ísland, eink,um í ritum þeirra Gerhard

’) Annalium in Islandia farrago hinc inde descripta. Bibl. Bodl.
Oxford, nr. 50 og 51, í safni Finns Magnússonar. Finnur hefir sjálfur
ritað um annála þessa og tekið úr þeim merkilega grein um Grænland
tGrönl. hist. Mindesm. III, bls. 459), og er því ekki rétt að G. Stoim
hafi fyrstur bent á þá, eins og segir í Zeitschrift d. Vereins f.
Volks-kunde 1891, bls. 164. Eggers nefnir þá líka (Beschreibung von Island

I. bls. 372) og einnig Besen í Descriptio Islandiæ, hdrs. J. S. 38. fol.

-) Hér hefi eg farið eptir ritgjörð Jóns þorkelssonar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0123.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free