- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
110

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

110

geti Arngrímur aldrei i ritum sinum; i sama bréfi talar hann
um skrímsli, er sézt hafi í júnímánuði sama ár i Hvítá,
mönnum sýndist ey í miðri ánni. sem hvarf eptir eina stund,
í sömu á sást einnig ormur með 3 kryppum o. s. frv. í
öðru bréfi talar Gisli um Heklugosið 1636.1 Gisla biskupi
tókst skömmu fyrir andlát sitt, að Ijúka við þetta rit um
náttúru Islands, er hann nefnir í bréfinu til Worms; ritið
er enn þá til og heitir «Undur Islands«.2 Hér er eigi annars
kostur, en nefna aðeins efni ritsins; þar er talað um legu

r

Islands og breiddarstig, um hafis, um ýmsar loptsjónir og
hunangsdögg, um jarðskjálpta og eldgos, um nokkurskonar
loptsjónir i sjó, um skrímsli í fljótum. um skrimsli í sjó, um
stórfiska, um smáfiska í sjó, um mjög smáa fiska í ám, um
alifugla, um farfugla eða sumarfugla, skoðun manna um

r

vetrarsetu fugla og um Aradal, um sjófugla, um fljúgandi
skorkvikindi, um skriðandi skordýr, um landdýr, um villudýr,
lýsing helztu fjalla, vatna, fljóta og fjarða á íslandi, um þær
eyjar, er fyrst byggðust kringum meginlandið, um
Vestmanna-eyjar, um grös og jurtir, um ávexti og rætur, um runna og
tré, um nokkra merkisstaði, um þá hluti, sem úr jörðu eru
grafnir, um málma, um steina og gimsteina, um brunna og
uppsprettur, um ýmislega hella og gjár. um jötna og menn
neðanjarðar, um furðuverk þeirra, um merkilegt sandbað,
um eðli manna og háttalag, um hvalaveiðar, um aðdáanleg
listaverk, um gáfuðustu listamenn, um verk kvenna og

’) Epistolæ Wormii II. bls. 594-97.

’) því miður hefi eg ekki átt kost á að skoða þetta rit, því það er
hvergí til nema í Oxford í Bibliotheca Bodlejana. nr. 84-4°, í
hand-ritasafni því. er Finnur Magnússon seldi þangað 1832. C. U. D. Eggers
getur fyrstur um rit þetta (Beschreibung von Island I, bls. 372 — 74),
þá átti Thorkelín handritið; Eggers telur innihald allra kapitulanna. en
skýrir ekki frekar frá ritinu Síðar getur Jón þorkelsson jun. handriís
þessa í Zeitschrift des Vereins fiir Volkskunde 1891. bls. 167—171, og
prentar þar úr því 3 stutta kaíla. urn álfa, um listasmiði og um vinnu
islenzkra kvenna. Rit þetta er eflaust merkilegt að mörgu leyti og
þyrfti að gefa það út. Gísli biskup Oddsson endaði ritgjörð þessa
(De mirabilibus Islandiæ) 1. mai 1638. tveim mánuðum áður en hanndó.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0122.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free