- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
134

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

134

flytja prentsmiðjuna að Skálholti, sem arf og eign sina; í
þessari ferð lét hann flytja hana suður og búa ágætlega um
hana í Skálholti, hafði hann hina mestu ánægju af, að hlúa
að prentsmiðjunni og gjöra hana sem fullkomnasta; hann
var sjálf’ur manna hagastur og skar út myndir og bókahnúta,
likt og Guðbrandur langafi hans. Þórður biskup lét prenta
margar góðar bækur, eigi að eins guðsorðabækur heldur
einnig allmargar fornsögur.1 A efri árum var Þórður biskup
mjög heilsutæpur og þjáðist mjög af skyrbjúgi, sem fyrst tók
útlimina og svo allan likamann; er mælt, að sjúkleikinn hafi
aukizt af of miklum kyrrsetum. Eptir 1690 var Þórður
bisk-up aldrei heilbrigður og 1691 var hann þegar orðinn svo
veikur, að hann var ekki þingfær, var þá dapurlegt ástand
fyrir kennidóminn, þvi biskupslaust var lika á Hólum; árið
1694 var Þórður biskup heldur ekki þingfær, og eptir það lá
hann optast i rúminu og var orðinn mjög sjóndapur, hafði
þó allt ráð og sagði fyrir um bréfaskriptir og annað er þurfti,
en margt gekk þá öfugt fyrir utan vilja hans og vitund,
biskup gat eigi skipt sér af búsforráðum og misjafnlega var
því farið með fé hans og stólsins; áður hafði Þórður biskup
verið mikill búsýslumaður og haft nákvæmt eptirlit með
ráðs-mönnum og reikningum, en hin seinustu ár gekk fé af honum.
1 byrjun ársins 1697 tók mjög að draga af biskupi og
and-aðist hann 16. marz s. á., á 60. ári. Guðríður Gísladóttir, kona
Þórðar biskups, var fædd 1651 og dó 1707, 8. apríl. Guðríður
var i þá daga auðugust kona á Islandi, hún var lítillát og
góðgjörðasöm og uppól mörg fátæk börn; það er sagt um hana,
að hún hafi verið ríkust kona af kvennsilfri á Islandi. Þau hjón
áttu tvo sonu: Þorlák, hann var fæddur 1675, hann reit um
Heklugos 1693, varð skólameistari i Skálholti og dó 1697.
og Brynjólf Thorlacius á^Hlíðarenda, hann var fæddur 1681
og dó 1762.

Öllum kemur saman um, að Þórður biskup Þorláksson
hafi verið hið mesta valmenni.2 Jón Halldórsson lýsir honum

’) Sbr. Jón Borgfirðingur: Söguágrip um prentsmiðjur og
prent-ara á íslandi. Reykjavik 1867, bls. 23—26.

’) Um Þórð biskup segir Fitjaannáll: »hann var friðsamt góð-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0146.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free