- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
135

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

135

svo: ’Þórður biskup var guðhræddur maður, bænrækinn,
litillátur, hóglyndur, friðsamur, með hinu kennimannlegasta
siðferði 1 framgangi, ávarpi og klæðnaði, gekk ekki haróara
í einn tíma en annan, hvort sem úti var hret eða hiti, skúr
eða skin, og varla mátti heita að hann riði hesti skeið. Hann
var á vöxt með hærri mönnum og hafði þykkt eptir hæð
meðan hann hélt heilsu sinni, hataði allt óskikk, ekkert féll
honum miður, en það hann sæi á mannfundum drykkjuskap
eða vanskikkun presta sinna. Hann fastaði hvern föstudag.
var guðsþakkaverkagjarn við fátæka og nauðstadda og vildi
engan láta synjandi frá sér fara; var um hans daga fjöldi
veizlumanna í Skálholti árlega af bjargþrota ölinusufólki«.
í embættisfærslu sinni fylgdi Þórður biskup mjög
ákvörð-unum þeim, er Brynjólfur biskup hafði gert, en þó hann
þætti eigi slíkur skörungur, sem formaður hans, þá var hann
mjög virtur og elskaður af prestum og leikmönnum. Þórður
biskup var »veitingasamur og glaðvær við góða menn, bæði
heima og á þingi, og veitti vel bæði öl og mat, hafði
vana-lega fyrir sitt borð útlenzkan steikara og kokkapiku«.

Þess hefir fyrr verið getið, að Þórður biskup var hinn
mesti hagleiksmaður og smíðaði margt, hann var og
söng-fróður mjög og lék á hljóðfæri.1 Þórður Þorláksson var hinn

menni«, J. S. 238-4°, og Purkeyjarannáll »1697 í marts sálaðist sá
góði herra f>órður þorláksson. lifði vel og varlega, einnig mjög loflega.
deyði kristilega úr sinni krossburðarmæðu«. Hdrs. J. S. 159. fol.

*) f>egar Gísli biskup þorláksson 1658 gekk að eiga Gróu
þorleifs-dóttur frá Hlíðarenda. var veizla mikil á Hólum, voru þar margir
fyrir-menn (2 kaupmenn og 17 prestar) og alls voru 230 í boðinu; veizlan
stóð í 3 daga. f>órður f>orláksson var i brúðkaupi bróður síns og
hafði með sér tvö útlend hljóðfæri »real og symphon. og lék á þau í
kirkju og stofu, þá brúðargangur var genginn«. Annálar Gunnlaugs
forsteinssonar, Lbs. 158-4°. í æfiágripi síra Hjalta f>orsteinssonar
(Lbs. 275-4°) segir um þórð biskup. að hann hafi verið »mjög gefinn
fyrir musica instrumentalis, hafði og þar til Clavicordium og Symplionie*.
|>órður biskup styrkti Hjalta prest til bóknáms i Kaupmannahöfn, og
kom því til leiðar, að Hjalti, eptir að hann bafði tekið guðfræðispróf.
lærði organslátt hjá Elias Radiche, organsleikara við Rundekirke. f>órður
biskup ritaði hina fyrstu íslenzku söngfræði( aptan við 6. útgáfu af
Grallaranum 1691.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0147.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free