- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
138

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

138

Fjóröi kaflinn er um landslag á íslandi, fjöll og dali, ár,
vötn og uppsprettur. Tvö fjöll telur Þórður merkust á
ís-landi, Snæfellsjökul sakir hæðarinnar, og Heklu vegna
gos-anna. Snæfellsjökull er hæzt fjall á Islandi og sést af sjó í
30 mílna fjarska; Hekla gerir mikinn skaða með gosum
sin-um og askan hefir jafnvel borizt norður i Skagafjörð, Þórður
hrekur kerlingasögur ýmsra höfunda um Heklu og segir, að i
Islandi séu bábyljur um ýlfur og óhljóð i fjallinu, um drauga,
hrafna og gamma, er þar eigi að hafast við, nærri ókunnar. Ar
telur hann merkastar: Markarfljót, Þjórsá, Ölvesá, Hvitá,
Skjálfandafljót, Jökulsá á Fjöllum, Jökulsá á Brú, Jökulsá á
Sólheimasandi og Lagarfljót, það segir hann allra fljóta stærst
á Islandi og í því segi menn að sé ógurlega langur ormur.
í*á talar Þórður um volgar laugar, segir þær séu margar á
Islandi og sé gott til heilsubótar að lauga sig i þeim, aðrar
uppsprettur eru svo brennandi heitar, að ekki er hægt að
nota þær á sama hátt. I Þingeyjarsýslu segir hann sé
heit-asta uppsprettan, hún sýður svo ákaft, að hún kastar stundum
vatninu i háa lopt; hér á Þórður líklega við Uxahver, um
Geysi getur hann ekki. Því næst mótmælir hann ýmsum
bábyljum, er útlendingar hafa breytt út um uppsprettur á
Is-landi, og talar um ölkeldur og segir að ölkelduvatnið dofni
og verði gagnslaust, ef það er ekki drukkið strax. I
Þingvalla-vatni og Mývatni, segir hann að sé svo mikil silungsveiði, að
íbúar næstu sveita hafi nóg fyrir sig að leggja, þó þeir aldrei
fari til sjóar. í 5. kafla talar Þórður Þorláksson um
merkis-staði á Islandi, nefnir þar biskupssetrin, klaustrin og aðset-

r r

ursstað höfuðsmannsins Bessastaði (við Alptafjörð!). I 6.
kafla talar hann um dýr á íslandi, nefnir nautgripi og
sauð-fé, sem stundum hafi 4 eða 5 horn, og litla og fljóta hesta:
af viltum dýrum getur hann um tóur, er brevta lit, eru
svartar eða mórauðar á sumrum, en hvitar á vetrum,
hvíta-birnir koma stundum með ís, eiturormar eða önnur skaðleg
skriðdýr (reptilia) eru ekki til á íslandi, rottur ekki heldur,
en mýs eru þar margar, nema i nokkrum eyjum t. d.
Gríins-ey; hann segist hafa heyrt, að sé mold úr þeirri ey flutt í
land og stráð þar, sem mýs eru vanar að vera, þá er annað

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0150.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free