- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
137

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

137

ísland sé Thule, telur hann skoðanir margra höfunda um
þetta mál. Þórður Þorláksson safnar saman úr bókum flestu
því, er rithöfundar segja um hnattstöðu íslands og stærð þess,
og leiðréttir það, og talar um margt, er að þvi lýtur, ítarlegar
en áður hafði verið gert. í öðrum kafla talar Þórður
Þor-láksson um skiptingu landsins i fjórðunga og takmörk þeirra,
og svo um biskupsdæmin, um sýslur og hreppa. I þriðja
kafla talar hann uin loptslagið á íslandi og segir, að sumrin
séu mátulega heit, en vetur fremur harðir, þó geri útlendir
ferðamenn allt of mikið úr kuldanum og isunum. Þórður
segir að hafis komi mjög sjaldan að Suðurlandi og kringi
aldrei um land allt; mjög er það misjafnt hvað ísinn liggur
lengi við Norðurland er hann kemur, mjög sjaldan lengur en
i tvo mánuði, hann kemur sjaldan fyrr en í marz og varla
seinna en í apríl, þó kemur það opt fyrir, að is sést ekki
árum saman. Loptslag telur Þórður mjög heilnæmt og segir,
að nokkrir Islendingar verði hundrað ára, margir níræðir og
fjöldi manns verði áttræður. Þá talar Þóröur um frjósemi
landsins og segir, að land.ið reyndar standi langt á bak Þýzkalandi
og öðrum löndum i þvi efni, en þar sé þó kjarngott gras og
frjósöm engi og kvikfjárrækt mikil. Hann getur þess, að fyrrum
hafi verið akuryrkja á íslandi, en nú sé hún lögð niður, þó
þroskist korn á hverju ári á Hliðarenda, hjá Gisla sýslumanni
Magnússyni; hann telur það þvi fremur ibúunum að kenna
en landinu, að þar er ekki stunduð akuryrkja svo landinu
nægir. Kál vex á nokkrum stöðum í görðum og skógar eru
mjög litlir, en til forna voru á ísiandi svo miklir skógar, að
fénaður gekk úti i þeim svo árum skipti, og sumstaðar voru
þeir svo þéttir, að höggva varð brautir í gegnum þá. Nú
verða menn að nota rekavið, sem rekur að norðurströndum
Tslands frá Grænlandi. Þvi næst getur Þórður um málma
og steina á Islandi, sem hann þó segir að menn viti lítið
um, nóg er þar af járni og brennisteini, af honum eru fluttir
heilir skipsfarmar til útlanda, þó ekki sé nú eins mikil
brenni-steinsverzlun eins og áður; enn fremur segir hann, aö á
Is-landi séu ýmsir gimsteinar, eins og t. d. krystallar, smaragðar,
jaspis og chalcedon.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0149.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free