- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
143

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

143

er tileinkaður Henrik Bjelke.1 í kortum þessum hefir Þórður
biskup helzt stuðzt við mælingar Guðbrandar langafa síns og
við ýms hollenzk kort, er þá voru orðin allnákvæm, að þvi
er ísland snerti. Af þvi sem vér höfum getið hér að framan
sést vel, hve mikið Þórður biskup hefir starfað að landfræði
Islands, og siðan Arngrímur leið hafði enginn annar á 17.
öld gert jafnmikið til að útbreiða þekkingu á landfræði Islands
í útlöndum. f’órður Þorláksson er rétt talinn mesti
landfræð-ingur islenzkur á 17. öld, ef Guðbrandur er talinn með 16.
öldinni.

Þessu næst verðum vér að geta hins fræðimannsins, er
svaraði spurningum visindafélagsins enska; með þvi að hann
var merkur maður, þó hann bæri bresti aldarinnar, og af því
lítið hefir verið um hann ritað og hann kemur mikið við
þessa bók, set eg hér stutt æfiágrip hans. Pdll Björnsson
prófastur í Selárdal, dóttursonur Arngrims lærða, var einn
at hinuin lærðustu íslendingum á 17. öld. Páll var sonur Björns
sýslumanns Magnússonar i Bæ á Rauðasandi og seinni konu
hans Helgu Arngrimsdóttur,2 hann var fæddur 1620, sigldi til
Kaupmannahafnar 1641, var innskrifaður þar við háskólann
13. des. s. á. og varð »baccalaureus« 28. mai 1644, kom svo
út hingað aptur og var næsta vetur heyrari á Hólum. Síra
Páll vígðist til Selárdals á mariumessu á langaföstu 1645,
varð prófastur 1691 og dó í Selárdal 1706, hafði hann þá
þjónað sama brauði í 61 ár. Kona hans var Helga
Halldórs-dóttir lögmanns Ólafssonar (f. 1620 d. 31/s 1704), og hefir

’) Th. Thorlacius: Nova mappa terrarum hyperborearum. Kort
þetta er geymt í Sökortarkivet í Km.höfn; minni útg. af sama korti
Gl. kgl. Sml. 2881-4°, prentað í Geogr. Tidskrift VIII. Tab. 7. Um
uppdrátt þennan eru ýmsar skýringar, að því er Grænland snertir, í hdrs.
A. M. 771. A og B-4° og 772-4°.

J) Heimildarrit um æfi síra Páls Björnssonar: Fiyinur Jónsson:
Hist. eccles. Isl. III., bls. 554. Jón Halldórsson: Æfi presta í
Skál-holtsstipti, hdrs. R. Rasks, nr. 55-4°, bls. 447—50. Jón Grunnvíkingur:
Hist. liter. Isl. B. U. H. Add. nr. 3., fol. J. Thorchillii: Specimen
Islandiæ non barbaræ, hdrs. J. S. nr. 333-4°. bls. 139—44. Magnús
Stephensen: Island i det 18de Aarh., bls. 245—50. Árb. Esp.; Ann. L
nord. Oldk. 1853. bls. 328 o. s. frv.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0155.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free