- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
145

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

145

voru lærðastir málfræðingar á íslandi 1 þá daga, og höfðu
um margt að ræða, þegar þeir hittust. Biskup mat mjög
mikils tillögur síra Páls og það var honum helzt að þakka,
að sættir komust á milli Brynjölfs biskups og Daða
Halldörs-sonar. Síra Páll Björnsson er nú mest kunnur fyrir ákafa
sinn og eptirgangssemi í galdramálum, og var eigi laust við,
að á hann kæmi berserksgangur, þegar um galdra var að
ræða, en þessi galdrasturlun hafði í þá daga gripið alla
Evröpu, bæði lærða menn og leika, og höfum vér áður
ítar-lega talað um. það mál. í’að var óbifanleg sannfæring sira
Páls og flestra samtíðarmanna hans, að það væri hið mesta
þarfa og guðsþakkaverk, að koma sem flestum galdramönnum
fyrir kattarnef. Sira Páll var riðinn við mörg galdramál
meira og minna, bæði við mál það, er reis út úr ásóknum á
Helgu konu hans og mál síra Jóns Magnússonar gegn
Kirkju-bólsfeðgum, mál Lassa Diðrikssonar o. fl. Páll Björnsson var
í hinu mesta áliti hjá samtíðarmönnum sinum, fyrir lærdóm,
guðrækni, dugnað og mannkosti og höfðu fortölur hans og
tillögur mjög mikil áhrif á yfirvöldin.1 Sira Páll var
búsýslu-maður mikill og útsjónarsamur, hann hafði mikinn
sjáfarút-veg og varð vel fjáður: hann fékk sér haffæra skútu, þegar
hann var nýkominn að brauðinu, og var hinn fyrsti
Islend-ingur, er hélt út þilskipi til fiskiveiða, hann var vel að sér 1

(áminnmgarræða gegn göldrum 1671) A. M. 692 C-4° og Rask nr. 108
8vo. Biblíuskýringar hans o. íl. eru taldar í Hist. eccles. III., bls. 554,
og Hálfdán Einarsson: Hist. lit. Isl. 1786, bls. 213, 233, 243. Um
galdra-rit hans >Character bestiæ« (J. S. 606-4° og Lbs. 242-4°) höfum vér
áður talað. Sbr. enn fremur Lbs. 478, 498, 343-4° o. s frv.

það sést á alþingisbókinni 1690 nr. 36, í hve miklu áliti síra
Páll hefir verið; þar voru bornir fram á þinginu vitnisburðir síraPáls:
»hverjir samþykkilega sosem einum munni uppljúka og sannyrða þenna
góða guðsmann um hans háloflegar ærudygðir og mannkosti í guðrækni
og góðum kenningum, stórum lærdómi og loflegu framferði utan kirkju
sem innan. og svo í sérhvern máta um hann vitna sem framast
mögu-legt er af einum göfugum manni að segja. meðan hann í þessu dauðlega
holdi umgengst, óskandi að drottinn láti svoddan ljós og læriföður síns
safnaðar bæði lengi og lukkusamlega viðhaldast, sínu nafni til dyrðar, en
guðsbörnum til gleði og góðra nota«.

10

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0157.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free