- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
146

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

146

sjómannafræði og var sjálfur formaður á skútunni; á sumrum
sigldi hann út á rúmsjó og hlóð þá opt skútuna af bezta fiski
á fáum dögum, þegar fiskimenn varla urðu varir innan fjarða.1
Lærðir menn á 17. öld stunduðu meir og minna allar
fræðigreinir, vísindin voru þá ekki svo yfirgripsmikil sem seinna
varð. Auk málfræðinnar og guðfræðinnar lagði sira Páll nokkuð
stund á náttúrufræði þeirra tíma, mælingarfræði og heimsspeki,
þó hann nú samt varla hafi komizt langt i þessum greinum. Eitt
rit heimsspekilegs efnis liggur eptir sira Pál og heitir
Vísdóms-bók eða Pansophia, bók þessi er að efni og niðurröðun alllík
»Gandreið« Jóns Daðasonar og lítið á henni að græða, bókin
er eflaust sniðin eptir útlendum ritum, efninu er óskipulega
fyrirkomið og er þar varla annað að finna, en heimsspekilegt
guðfræðisrugl með miðaldasniði, blandað hjátrú og
ritningar-greinum.2 Það gæti verið nógu fróðlegt, að bera saman

Arngrímur Vídalín: Concilium de Islandia in optimum statum
constituenda 1701. A. M. nr. 192 C-4° (blað 86. Sec. 3. Cap. 2). Sbr.
hdrs. R. Rasks, nr. 60 og Páll Vídalín: Deo, regi. patriæ. Soröe 1786,
bls. 266.

Síra Hjalti porsteinsson gjörði mynd af sira Páli í Selárdal og
sendi Jóni gamla þorkelssyni í Kmh., með myndinni fylgdi bréf Hjalta,
þar segir svo: »hann ^síra Páll), var meira en 80 ára, er eg sá hann
síðast. Höfuðið var hárlaust (missti hann það ungur í Kaupmannahöfn),
nema litlir lokkar með eyrunum. þvi brúkaði hann ætíð djúpa húfu af
flaueli, hann var með stærstu mönnum að hæð og með stórskorna
andlitsdrætti, augun smá en skarpleg. en mikið ástúðleg í áminningum
og huggunum*. Lbs. 27ö-4°, bls. 221—222.

2) Vísdómsbók (eða kver) (Pansophia) samsett af prófastinum síra
Páli Björnssyni 1674. Hdrs. bókmf. Kmh. nr. 167, 90 og 237-4°. Eg
set hér ágrip af efnisyfirliti bókarinnar, af þvi má fá dálitla
hug-mynd um ritið: tJm hádýrðina. upphaf tímans, um efni og óefni til
himins og jarðar. um skaparann, um margháttaðan átrúnað. um myndun
himins og jarðar, djúpsæi spekinga um eðlisrök allra hluta þeim fávísu
hulið, um sameiningan elementa af fimmtu veru, um guðs anda för yfir
vötnin. um ljósið skapað á fyrsta degi. um dag og nótt, um englana,
um hrapanda Lucifer, um festinguna gjörða á öðrum degi. um lopts
elementið, um jörð og sjó skapaðan þann þriðja dag, um grös jarðar
og hennar auðæfi, um þann ávöxt er vex yfir jörðunni, um beztu
steina. um metallakyn innan í jörðinni. um smiðshögg. um vatnið, um
mælingarmáta himins og jarðar, um reikningslistina, um jarðarhnöttinn,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0158.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free