- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
165

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

165

hjálparhella íslendinga í Kaupmannahöfn, hann hafði umsjón
með mörgum íslenzkum námsmönnum í Höfn og skrifaðist á
við þá, er þeir voru komnir heim til íslands. Það sést á
hinum prentuðu bréfum til Worms, hvers styrks og athvarfs
þeir væntu hjá honum, þeir biðja hann þráfaldiega að mæla
fram með sér við stjórnina, svo þeir fái betri brauð, embætti
o. s. frv., og er Worm þeim jaínan Ijúfur og eptirlátur.
Vís-indi áttu þá mjög örðugt uppdráttar á Islandi; sem eðlilegt
var, hugsuðu flestir um að ná sér í brauð eða annað til
viður-lifis, og þó þeir fengju eitthvert embættið, þá voru flestir svo
fátækir og illa staddir, að það dróg úr þeim allan kjark.

Bréfaskipti Ola Worms viö 15 íslendinga sjást á prenti
í bréfasafni hans. Af því Worm var náttúrufróður, þá er
hér og hvar 1 bréfunum minnst á ýmislegt, er snertir náttúru
lslands og hag landsins, en mest er þar þó um
forn-fræði, einkum í bréfum Arngríms Jónssonar og Brynjólfs
biskups Sveinssonar. Hér munum vér tína saman hið helzta,
er snertir náttúru landsins. Hinn fyrsti íslendingur, er Worm
komst í kynni við, var Þorlákur Skúlason, þeir skrifuðust á
á árunum 1622—1654, þangað til Worm dó 1654. Árið 1626
sendir Þorlákur Worm stein, er hann kallar »kvennkyns
ætites«, en segist ekki hafa náð í karlkyn þess steins; Worm
sá strax að þetta var sjórekin baun (lausnarsteinn); líklega
hafa menn haldið, er þeir heyrðu kjarnann hringla innan í
lausnarsteininum, að þar væri annar að myndast innan í, og
hafa ráðið af því, að steinninn væri kvennkyns. Einnig sendi
Þorlákur græna tinnu (jaspis) og tvo draugasteina; 1639 sendir
hann Worm brennisteinskís, er fundizt hafði i leir, og 1645
sendir hann merkilegan skó, er rekið hafði á Norðurlandi;
skór þessi var haglega ofinn úr birkiberki. Mest skrifast
þeir á um náhveli; Oli Worm biður Þorlák að senda sér
parta af hval þessum, skinn, bæxli, sporð o. s. frv., en
tenn-ur kæri hann sig ekki um; 1639 sendir Þorlákur uppdrátt af
náhveli, sem þá hafði rekið nýlega fyrir norðan, og lýsir
hvalnum, 1648 sendir Þorlákur Skúlason konungi hauskúpu,
húðarhluta, spik og tönn úr náhveli 15 álna löngu, hafði það
rekið um veturinn 1647—48 með hafís að Norðurlandi; kon-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0177.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free