Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
164
sómamaður í öllu framferði, hann var lærdómsmaður mikill
og mjög náttúrufróður. Worm varð frægur fyrir rannsóknir
sinar í líkskurðarfræói, dýrafræði og fornfræði, hann var
héppinn læknir, og leituðu stórhöfðingjar hans jafnan, er
mikið lá á, honum græddist mjög fé, og auð sínum varði
hann til visindaþarfa. Worm átti ágætt náttúrugripasafn, sem
bar af flestum söfnum, er þá voru til, það varð frægt i
öðr-um löndum, allir útlendingar. er komu til Hafnar, skoðuðu
það, og Friðrik III. var þar tíður gestur. Með þvi Worm
var svo frægur vísindamaður, komst hann í kunningsskap
við marga menn víðsvegar um Norðurálfuna og átti því
hægra með að útvega sér náttúrugripi úr fjarlægnm löndum;
erfingjar Worms gáfu, að honum látnum, konungi safnið.
Oli Worm dó 1654 úr drepsótt, sem þá gekk í
Kaupmanna-höfn. Eins og þá var títt á 17. öld, stundaði Worm allskonar
vísindi og meðal annars fór hann að gamni sínu að fást við
norræna fornfræði, en smátt og smátt drógst hugur hans
meir og meir að þessum fræðum, ritaði hann síðar margt
um fornfræði og átti mikinn þátt i því, að menn tóku betur
en áður að grafast eptir fornri sögu og fornmenjum
Norður-landa. Sökum þess að Worm var í miklu áliti og mátti sín
mikils, fengu þessar fræðigreinir brátt góðan byr hjá
fyrir-mönnum í Danmörku. Vegna fornfræðanna komst Worm í
kynni við Islendinga, og þá fyrst og fremst við Arngrím
lærða, eins og fyrr hefir verið getið. Worm hvatti hina yngri
íslendinga í Kaupmannahöfn fastlega til þess, að fást við
fornsögurnar, þvi í þá daga vissu lærðir íslendingar, aðrir
en Arngrímur, mjög lítið um fornöld landsins, og kvartar
Worm yfir þvi í bréfum sínum.1 Worm tók snemma að
grennslast eptir rúnum og hélt að hann mundi geta fræðzt
um þær hjá íslendingum, en brást sú von gjörsamlega;
rúna-þekking var þá að mestu týnd og gleymd, svo Arngrímur
segir, að Islendingar vaði reyk i því efni; sumir þorðu
jafn-vel ekki að fást við slíkt, af því þeir héldu þeir mundu verða
grunaðir fyrir galdra. Worm var í þá daga aðalathvarf og
’) Epistolæ Wormii I., 166, 184, 199, 364.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>