- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
167

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

167

straumur er mikill í ám og gljúfur og klettar liggja að, segist
hafa lesið það einhversstaðar, að það sé eðli sumra jurta, að
tæla að sér fiska með lykt sinni, ef þær eru látnar í vatn,
en aðrar fæli þá burt, spyr Worm hvort hann geti ekki útvegað
sér neitt þessháttar. Worm svarar, að það sem ritað sé um slíka
hluti muni ílest ósatt, og þó eitthvað slíkt væri til, sé ómögulegt
að nota það í hörðum straumi; sendir honum þó rót af
»aristo-lochia* og ber, segir að rótina og berin skuli mylja og blanda við
gamlan ost, hunang eða mél og gjöra úr því smákúlur, minni en
baun, og láta þær í vatnið, ef fiskarnir eta þær fá þeir svima
og er þá hægt að taka þá með höndunum. Arngrímur spyr
Ola Worm um tóbak og notkun þess, og ritar hér um bil á
þessa leið: »Mér þætti gaman að vita skoðun yðar um jurt
þá, sem menn kalla tóbak, og sem drukkin er gegnum litla
pipu þannig, að reykurinn fer út um munn og nasir, eptir
þeirri aðferð er sjómenn hafa kennt oss; hve mikið á að
nota í einu og hvað opt? fastandi eða annars? Sumir segja
að reykur þessi, sem svo er drukkinn, sé hollur fyrir höfuð
og brjóst, en aðrir segja að munntugga, vel tuggin og bleytt,
gefi góðar hægðir og hreinsi lika magann með uppsölu. Þetta
er nú sjómanna læknisfræði, þessa jurt flytja þeir hingað til
þess að nota í pípu smáskorna og þurkaða svo kviknað geti
í henni«. Worm svarar: »Planta þessi er einkar holl fyrir þá,
sem hafa kalda og raka náttúru, ef hennar er neytt i hófi
eins og annara meðala. Ef hún er reykt í pípu að sjómanna
sið, þá fjarlægir hún kvef frá heilanum og skilningarvitunum.
þurkar heilann og stöðvar kvef og vatnsrennsli, múskathnotar
stærð af tóbaki uppbleytt í víni gjörir vökvann að kröptugu
uppsölumeðali, en ekki veit eg hvort óhætt er að taka jurtina
inn eintóma«. Um hafís getur Arngrímur tvisvar í bréfum
sínum, 1628 og 1633.1

’) Um steina, er Arngrímur sendi, í Epistolæ Wormii I., bls. 335,
337, 345, 338-9, 340; Mus. Worm. bls. 82—83; steinör, I., bls. 343,
345, ör þessari er einnig lýst í Mus. Worm., bls. 350; hvalir. I., 329
-30, 333, 336; laxar, I., 315—316, 320. 322; tóbak, I., 312—13, 314;
hafís, I., 300, 320; í bréfum Magnúsar ölafssonar er líka dálitið um
árferði, I., 351, 355. 359.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0179.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free