- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
172

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

172

(himbrvne); með aðstoð Stefáns Ólafssonar reynir Worm að
skýra nafnið heimbrimi. segir það muni koma af »himin« og
»brynja«, Islendingar segi: »heimbriminn hefir himneskan lit,
en helvizka rödd«; menn hafa með nafninu viljað tákna ytri
fegurð fuglsins, að hann hefði tekið á sig himneska brynju,
himneskt gerfi. Worm talar einnig um lóma og fleiri íslenzka
fugla. Worm getur þess, að Gísli Magnússon hafi sent sér
hvítabjarnarbelg, og undrast Worm hvernig hafi verið hægt
að ná bolnum út úr skinninu, þvi hvergi voru göt á belgnum,
nema spannarlangar rifur innan á lærunum. Worm getur
þess, að hann hafi fengið frá Islandi fornan skjöld og
hljóð-pípu úr sauðarlegg, haglega gjöröa og hjómfagra, hann talar
um að Islendingar séu mjög hagir, á vetrum þegar dagurinn
er styztur sitja þeir við arinn og smíða ýmislegt úr
hval-beini, einkum skákmenn, segist Worm hafa fengið nokkur
sýnishorn af taflsmíð þeirra með grænum og hvítum lit, og

eru skákmennirnir svo vel smíðaðir, að á hverjum einum sést

«

vel, hver völd hann hefir i taflinu, af útliti hans og búnjngi.
Worm segist lika eiga bikar íslenzkan, úr tönn hvals þess,
sem kallaður er sildreki; ofan til á bikarnum næst
börmun-um eru útskornar myndir þriggja unglinga, er dansa og
hald-ast í hendur; á bikarnum er þetta letur: »Leitið drottins og
og ákallið hann«; fyrir neðan letrið eru tvö blóm og annar
útskurður. Bikar þessi er hið mesta listaverk. segir Worm.
Einnig átti Wonn íslenzkan spón úr beini, fetálengd;
spón-blaðið var eins og smábátur (cymbula), er mjókkaði smátt
og smátt að stafni, en skaptið var dreki. er hélt
skeiðarblað-inu með gininu.1

r

A árunum 1673—1680 gaf Thomas Bartholin út hið

’) Museum Wormianum seu historia rerum rariorum. tam
natural-ium, quam artificialium. tam domesticarum. quam exoticarum, quæ
Hafniæ Danorum in ædibus authoris servantur. Lugduni Batavorum
1655, fol. íslenzkir steinar eru nefndir bls. 17, 26, 27, 31, 47, 51, 53,
82—83. 97, 98—99; hvalsauki, bls. 35; eldgos, bls. 18, 329; hverir, bls.
51—52; óskabjörn, bls. 241; surtarbrandur, bls. 169; hvalir, bls. 279
—90; fuglar. bls. 299—304; birnir, bls. 319; skáktafl, skjöldur,
tann-smíði o. fl. bls. 290, 370, 374, 377—78.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0184.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free