Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
173
merkilega ritsafn »Acta medica et philosophica*, i því
eru fjölda margar smágreinir um læknisfræði og náttúrufræði
eptir ýmsa höfunda, þar er líka margt um ísland, þar eru
ritgjörðir Þorkels Vídalíns, sem fyrr hefir verið getið, þar er
lika ritgjörð eptir hinn nafnkunna lækni Ola Borch (1626—
1690) og önnur um hafís, fjallagrös o. fl., er Erasmus Bartho
lin (1625—1698) hefir tekið saman, aðalefni beggja þessara
greina hafa höfundarnir fengið hjá Islendingum. I
ritgjörð-inni um öskabjörninn1 fer Oli Borch mest eptir frásögn
Hannesar Þorleifssonar (f 1682) og svo eptir eigin rannsökn:
getur hann þess, að Hannes sé bæði vel menntaður,
sann-orður og vel að sér í náttúrusögu Islands; kemur þar fyrst
lýsing Hannesar, hann lýsir óskabirninum nákvæmlega og
einkum óskasteininum, er hann sannar að sé ekki steinn,
heldur af organiskum uppruna, segir hann að íslendingar
brúki hann við mörgum meinum og kalli hann Pétursstein,
og segir þjóðsöguna, er fylgir því nafni.2 Hannes segir að
óskabjörninn finnist optast hangandi á fiski eins og lús, en
fæðist þar ekki, sé þar aðeins sér til næringar, stundum er
óskabjörninn sérstakur og leynist þá í poka eða himnuhulstri,
er Islendingar kalla Pétursskip,3 hulstur þetta er að utan
skarlatsrautt, en að innan dökkt, ferhyrnt, og í miðjunni
leyn-ist skepna þessi undir grænleitu slími. Oli Borch hefir
nákvæm-lega rannsakað augu óskabjarnarins, sem hann telur mjög
merkileg, líklega hafa menn þá litla eða enga hugmynd haft
um byggingu augans hjá skordýrum og kröbbum; undrast
hann mjög, hve fagurlega augun séu samsett af ótal töflum,
er þó myndi eina heild.
Ritgjörð sú um Island, er Erasmus Bartholin hefir látið
prenta, er að mestu eptir Edwardus Svenonis Chortogæus.4
í*ar segir að Island sé hrjóstrugt, fjöllótt og sæbratt og þar
’) Argus islandicus. Acta Medica V. 1677—79, bls. 218—22.
s) íslenzkar þjóösögur I., bls. 652.
3) Um Pétursbuddur eða Pétursskip, sbr. Eggert Olafsson: Reise
gjennem Island II., bls. 988.
4) Excerpta quædam de islandica glacie etc. Acta Medica IV.
1676, bls. 31-33.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>