- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
178

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

178

í það, þó þá væri nóg gras í högum, og eins átu þeir
hross-hræ, sem úti voru. Margir aðrir fyrirburðir voru fyrir
þess-um harða vetri, þá sást í vatni nokkru 30 álna langur ormur,
ög þá ýlfraði stór selur eins og hundur, svo það heyrðist
tvær mílur vegar. Hinn 8. sept. um haustið kom bylur með
gaddfrosti, ár og vötn frusu og margir urðu úti. Sama haust
söfnuðust 300 hrafnar saman á einn stað, þegar þeir voru
búnir að þinga saman í 2 daga, dreifðust þeir aptur, en á
þrið.ja degi settust nokkrir hrafnar i hring, en hinir hoppuðu
fram og aptur á meðan, tveir og tveir saman, þessi ráðstefna
stóð til þess kl. 6 um kvöldið, þá söfnuðust allir
hrafn-arnir aptur í hóp, réðust á tvo hrafna og rifu annan í
sundur, en í því kom stór örn, sem tók hinn hrafninn og
flaug með hann burt, settist hún svo á stein. en þá bar þar
að mann með byssu, hann skaut örnina, þá flugu hrafnarnir
allir burt og hafa ekki sézt þar framar.

A íslandi verður opt vart við mikla reimleika, menn
hafa þar margsinnis ekki haft frið fyrir draugum; draugarnir
hafa barið menn og kvalið nótt og dag, og jafnvel kastað í
þá steinum, og hafa vofurnar jafnvel drepið suma. Draugar
þessir breyta myndum, koma fram sem fuglar, apar, hundar
og selir, en stundum hafa þeir likzt skógartröllum, hafa að
ofan haft mannsmynd, en að neðan tagi og hrossfætur. Síðan
segir Wolf ýmsar kynjasögur um Orm Stórólfsson og Gretti
Asmundsson, og talar um tröllskessu, er rekið hafi á Skeiðarár-

r r

sandi’ 1535. Alfar og dvergar eru enn á Islandi, segir Wolf;
þegar leið Islendinga liggur yfir há fjöll, þá heyra þeir opt
stóra hlátra, en sjá þó engan, en finna um leið ódaun
mik-inn, er stafar af óhreinlæti huldufólksins; Wolf segir sögu
um bónda, er hengdi bjöllu um háls syni sínum eins og á
kind, af því hann var hræddur um að huldufólk mundi nema
hann burtu. Tröll eru ekki lengur til á Islandi, en stundum
hafa menn fundið 3 álna löng spor, og i hellrum sjást
sum-staðar rúmstæði, sem tröllin fyrr hafa notað. A íslandi eru

’) Jón prestur Egilsson segir, að tröllskessuna hafi rekið á
Sólheima-sandi fyrir 1500. Safn til sögu íslands I., bls. 46.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0190.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free