- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
189

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

189

o. fl., hann segir að íbúar nokkurra sókna milli Þjórsár og
Ölvesár búi á vetrum i fjósum, til þess að fá hita af kúnum:1
til eldsneytis hafa þeir mó, þurkað gras og þang. Fisk nota
Islendingar i brauðs stað, en hinir efnaðri fá korn frá
út-lóndutn; smjörbyrgðir eiga þeir miklar, smjörið er
tvenns-konar, hvitt sauðasmjör og gult kúasmjör, smjörið salta þeir
ekki, og þó getur það geymzt árum saman án þess að mygla,
en það verður þá þægilega beiskt á bragðið. Enn fremur
talar Resen um mjólkurmat, um skyrgjörð og osta; sj’rublanda
er aðaldrykkur Islendinga, og höf. getur einnig um berjavín,

r

sem nefnt er í annálum. Flestir Islendingar klæðast vaðmáli
sorlulituðu, menn lita líka rauða dúka með mosa, og gula
með ýmsum jurtum. Resen getur um höfuðbúnað kvenna og
segir, að hinar efnaðri beri gullhringa og armspengur og silfur-

r

belti. Islendingar þvo sér ekki aðeins úr vatni heldur einnig
úr hlandi, eins og Blefken getur um, og Arngrímur mótmælir
því ekki. enda hafa íbúar norðantil i Noregi hinn sama sið.
I 25. kapítula talar Resen um leiki Islendinga og dans, og
um bókmenntir að fornu og nýju, i 26. kap. um eiða,
svar-daga, hólmgöngur o. fl., i 27. kap. um tölu Islendinga og um
skattgjöld.

I 28. kap. talar Resen um þjóðlesti íslendinga og um
kosti þeirra. Segir hann að bresti hafl þessi þjóð sem aðrar,
og telur hann fyrst og fremst aðalgalla íslendinga, hve
dramb-samir þeir séu og montnir, þeir telji ættir sinar til
fornkon-unga og jafnvel til Oðins og álíti enga sér jafnsnjalla; annar
galli Islendinga er eyðslusemi þeirra og óhóf í veizlum;hinn
þriðji galli er hjátrú þeirra, einkum draugatrú, alþýða á
ís-landi heldur að sálir dauðra manna séu á sifelldu flakki.
Hvað hjátrú Islendinga snertir, segist Resen mest fara eptir
riti Gísla Vigfússonar um »anda og svipi«. Gísli segir að
andar dauðra manna séu tvennskonar, meinlausir og illir,
hinir meinlausu eru kallaðir draumamenn, þeir koma til
manna í svefni og segja tyrir óorðna hluti, biðja konur um

’) 1 Vesturskaptafellssýslu búa menn enn á vetrum víðast hvar á
fjósloptum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0201.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free