- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
199

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

199

móti blessuninni, skríða þeir aptur sömu leið með mikilli
auðmýkt og guðrækni.

Streyc segir, að Danakonungur hafi frá alda öðli ráðið
yfir Islandi, en ekki hafi hann neinn hagnað af því, hann
verði að láta sér nægja þann heiður, að ráða yfir svo
fjar-lægri og merkilegri ey. A hverju ári sendir konungur legáta
upp til Islands, á hann að hafa umsjón með dómurum og
þingmönnum, hafa nánar gætur á öllum málum og
fram-kvæmdum og gefa konungi skýrslu um allt saman. Streyc
lýsir Þingvöllum eigi fjarri sanni og talar um Almannagjá og
gerir hana allt of litla, segir hann að gjá þessi sé 2—300 skref
á lengd, 20 skrefa breið og 5 faðma djúp, botn gjárinnar
segir hann sé vaxinn hinu fegursta grasi, og sé ánægja að
ganga þar um sér til skemmtunar. »Nokkrir segja, að
djöf-ullinn hafi gjört þessa gjá, alveg eins og hún er nú, hún er
að minnsta kosti sannarlegt furðuverk og á hún sér engan
Iika á allri eynni«. Þingvöllur sjálfur segir Streyc sé
grösugur, en allt i kring séu hrjóstrug héröð og fjöll með

r

mörgum djúpum gjátn. Aður en þingið er sett, eru
lands-lögin lesin upp, og hlusta menn á þau með mikilli lotningu,
þó þau séu löng, svo er þingið sett, og bera menn þá fram
málefni sin, óskir og kvartanir. Sé einhver dæmdur til dauða,
er hann höggvinn með öxi, til annara dauðdaga er enginn
dæmdur, enda mundi Islendingum þykja viðbjóðslegt, að taka
menn öðruvísi af lífi.

Hlutfallið milli dags og nætur segir Streyc sé allt annað

r

á Islandi en á Póllandi, af því landið liggi svo norðarlega,
á Islandi getur um jónsmessu verið samanhangandi dagur 1
tíu vikur, og á vetrum jafnlöng nótt, aðra hluta ársins
skipt-ast dagar og nætur á sama hátt sem annars staðar. Hinn tíu
vikna langa dag starfa Islendingar helzt að fiskiveiðum og
öðru, sem þykir mestu varða, þá hafa þeir engan vissan
hvildartíma, en sofa, þegar þeir þurfa þess, úti á víðavangi,
á grasflötum eða uppi á húsþökum. Annars segir hann, að
Islendingum sé ekki mikið um vinnu, þeir vinni aldrei, nema

r

þegar þeir neyðist til þess. A vetrum, þegar nóttin er lengst,
sofa Islendingar heldur ekki á vissum tímum, sumir (einkum

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0211.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free