- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
201

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

201

hvað það er, fyrr en þeir fá fréttir með skipum frá
Þýzka-landi eða öðrum löndum. Margir hafa reynt að ganga upp á
Heklu, en það hefir aldrei tekizt, fæstir þeirra, sem þangað
fara, koma aptur, sumir detta í gjár eða holur. aðrir rotast
af grjótfluginu, sumir brenna í logum, sem brjótast hér og
hvar út um sprungur fjallsins, og sumir verða svo hræddir
við andana, sem þar búa, að þeir falla í ómegin og verða
svo til á fjallinu. Það er ætlun margra, að hér sé helvíti
eða kvalastaður fordæmdra, eða þá að minnsta kosti eitthvert
op á hinum ógurlega vitispytti, er vellur af eldi og
brenni-steini. Streyc getur þess, að fleiri séu merkileg fjöll á
Is-landi, eitt þeirra sé 16 mílur frá Skálholti, og þar hafi sá
atburóur orðió um vetur 1613, er nú skal greina:1 »Fyrst
gengu þrumur og eldingar án afláts í 3 daga, og það svo
ákaft, eins og væri verið að skjóta með stærstu fallbyssum,
síðan komst allt fjallið í hreifingu, og logandi eins og
steypi-járn rann það meó ógurlegum hávaða og með hræðilegum
þrumum niður i breitt vatn, nærri 30 feta djúpt, sem var
þar rétt hjá, og fyllti það alveg með möl og brunagrjóti, en
sjálft vatnió varð allt að gufu«.

I 6. kapítula talar Streyc um vötn á Islandi og nefnir
uppsprettur og hveri, segir hann aó vötn séu þar sum ágæt
til heilsubótar. en Islendingar noti þau lítið, en af hverunum
hafi þeir mikil not; sumir sjóða kjöt í hverunum og hengja
það síöan upp i eldhús og treina sér það stundum heilt ár,
þetta kjöt er bragðlaust, og þó eta íslendingar það með
ánægju. Skárra verður kjötið, þegar þaó er soðið í katli með
hreinu uppsprettuvatni, en ketillinn svo settur ofan á hver,
þó svo, að hveravatnið kemst ekki upp í hann. Þeir sem
eiga malt, brúka hverina til ölheitu, en sumir þvo í þeim
klæði og hreinsast þau ágætlega, og er það því heppilegra, þar
sem engin sápa er til í landinu. Sumir gjöra sér laugar og
veita í þær hveravatni. A íslandi eru tvær merkilegar
upp-sprettur, gerir önnur hvíta ull svarta, hin svarta ull hvita.

’) Opt hefh’ það komið fyrir, að hraun hafa runnið í vötn eða
tjarnir. Hér er tíklega átt við gosið úr Eyjafjallajökli 12. október 1612.
Anpálar Björns á Skarðsá II., bls. 64.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0213.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free