Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
202
Á íslandi eru einnig margar stórar og strangar ár, á þeim
eru hvergi brýr, og er það opt lífshætta að ríða yfir þær; í
þeim er mikil laxveiði.
Af ferfættum dýrum er fátt á Islandi, mest er þar af
tóum, þær eru sumar mjallahvítar, sumar svartar, sumar
gráar, sumar flekkóttar eða með ýmsum öðrum litum.
Ref-arnir gera Islendingum mikið mein, einkum á vorin, þá
ráð-ast þeir á féð og drepa unglömbin; Islendingar eiga illt með
að vinna þá, því þeir hafa hvorki boga né byssur. Fuglar eru
margir á Islandi, þar eru stórhópar af villigæsum, sem gjöra
mjög mikinn skaða á grasi og engjum, þar eru lika álptir,
andir, allavega lit akurhænsn,1 lævirkjar, hvítir fálkar, sem
Englendingar veiða og selja öðrum þjóðum, stórar hvitar
arnir og hrafnar, sern flestir eru svartir. Af öilum þessum
fuglum hafa Islendingar litil not, enda hafa þeir engin tæki
til að veiða þá, en þeir safna eggjum i klettum og hellrum
og eta þau harðsoðin með smjöri, en án salts og brauðs.
Vagnvegir eru engir á Islandi og engir vagnar; vegirnir eru
mjög vondir, og eru þeir til mikils trafala fyrir ferðamenn,
og ekki síður hitt, að þar eru engin gistihús eða veitingahús.
Af því vegirnir eru svo vondir, er ekkert hægt að fara
gang-andi, menn ferðast alltaf riðandi, um fjöll og klungur, dali og
mýrar, hestarnir eru svo fótvissir, þó þeir séu flatjárnaðir.
að þeir komast yfir verstu ófærur, og aldrei fara Islendingar
af baki hvað vondur sem vegurinn er. Sumstaðar eru
bruna-hraun, sem mjög er hættulegt að fara yfir, þau eru að ofan
þakin smágrjóti og sutnstaðar eru undir því djúpir katlar,
sem hestar og menn geta orðið fastir í: þegar menn riða um
slíka staði, bylur jörðin undir eins og trumba, svo það heyrist
langar leiðir. Sumstaðar upp til fjalla eru hyldýpis gjár, sem
eru svo djúpar, að ekki sést í botninn, í sumum þeirra er
snjór, í sumum vatn, er andir synda á. Sumstaðar er
jarð-vegurinn hreifanlegur og vaggandi, en þó fagurlega grasi
vaxinn. svo það sýnist alveg hættulaust að fara um hann,
en þegar hesturinn kemur út á þennan jarðveg, dillar hann
’) Líklega rjúpur.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>