- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
203

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

203

allur undir fæti, en ef hesturinn liggur i á slíkum stað,
er mjög iilt að bjarga honum. Sumstaðar ganga langir firðir
inn i landið, sem menn um fjöru ríða yfir, eins fljótt og
menn geta, svo flóðið ekki nái þeim.1 Hættulegastar eru þó
árnar, og þegar farið er yfir þær, er áríðandi að hafa góðan
hest, sem syndir vel; Islendingar hughreysta ferðamenn, sem
smeikir eru. og segja þeir þurfi ekkert að óttast, ef þeir haldi
sér vel, klárinn muni koma þeim yfir. Brýr eru hvergi á
íslandi, enda er ekki gott að byggja þær, því þó grjót sé
nóg, þá er þó alveg kalklaust. Af því hvergi eru
veitinga-hús, þá verða menn að gista á bæjum, þar sem er nógur hagi
fyrir hestana; nesti verða menn að hafa með sér. Efnamenn
hafa marga til reiðar og áburðarhesta undir tjald og vistir.
sumir hestarnir ganga lausir og er áburðurinn íagður á aðra
hesta, þegar hinir verða þreyttir. Tjöldin eru auk annars
góð til verndar móti mýbiti, þvi inn í þau fara mýflugurnar
ekki; mývargurinn er mestur og áfjáðastur þar sem mýrlent er.
Flugur eru mjög fáar á Islandi, og þar eru hvorki
höggorm-ar, froskar, skorpíónar, eðlur né önnur eiturkvikindi.

Atvinnuvegirnir á íslandi eru ekki margbrotnir, þvi þar
er hvorki akuryrkja, vínrækt né garðrækt, þýzkir kaupmenn
hafa opt flutt garðávexti til Islands, til þess að reyna hvort
þeir gætu ekki þrifizt þar, en það hefir verið árangurslaust.
Aðalatvinnan er fiskiveiðar, því þar er fullt af flski, bæði í
sjó og ám; Islendingar hafa engin net, en veiða allt á öngla,
og marghlaða báta sina á stuttum tima. Þegar þeir eru
búnir að flytja aflann heim, hengja þeir hann á stengur eða
strengi fram með húsunum til þerris, og af vindi og sólskini
þornar og harðnar fiskurinn, án þess að skernmast, á sama
hátt þurka þeir kjöt og skemmist það heldur ekki; sést á
þessu, að loptið er betra og hollara á Islandi en i öðrum
löndum. Lýsió úr fiskunum láta þeir í tunnur og selja það,
og nota margir iðnaðarmenn það í útlöndum, einkum þeir,
sem fást við skinnaverkun. Islendingar lifa einnig á kvik-

’) það er auðséð, að Streyc lýsir hér leiðinni, sem hann hefir
farið að vestan, talar um Mýrar og Löngufjörur.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0215.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free