- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
207

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

207

klettar þessir alveg eins og munkur krjúpi fyrir altari og lesi
messu, en þegar nær kemur sést, að þetta eru aðeins klettar.
Nálægt Helgapelda (Helgafelli) er líka hár klettur, sem mjög
likist kvennmanni, svo ógn er á að horfa;1 það er auðséð á
klettum þessum, að þeir eru ekki gjörðir af manna höndum.
I höfunum kringum Island er, eins og í öllum norðlægum
höfum, mesta mergð af allskonar stórfiskum, þeir dragast
þangað úr öllum áttum, af því sjórinn er svo fiskauðugur, og
hinir stóru fiskar eta hina smáu. Merkastir allra stórfiska
eru hvalirnir, þeir synda um sjóinn með miklu busli og
hávaða, tveir og tveir, eða þrír og þrír saman, synda að
skipunum, og standa aðeins bökin og hálf augun upp úr
sjónum; hvalir þessir synda jafnhliða skipunum og skoöa þau
og skipshöfnina með mesta athygli; skipunum gera þeir
ekk-ert mein, nema þeir séu ertir, meðan hvalirnir eru nærri,
verður skipshöfnin að forðast alla háreysti og skot og mýkja
þá með blíðlegum og vinsamlegum orðum. Hvalir þessir eru
ógurlegir útlits, bæði sökum þess, aö þeir eru svo stórir, og
af því þeir eru biksvartir, og er sem eldur brenni úr augum
þeirra; þegar þeir hreifa sig um sjóinn, reka þeir háar bylgjur
á undan sér, og þegar þeir stinga sér, rís sjórinn upp eins og
veggur. Þegar hvalirnir koma aptur upp á yfirborðið, blása
þeir vatninu úr nasaholunum í háa lopt, svo það verður að
svo smáum dropum, að svo er sem í þoku eða gufu sjái;
hvalablástrinum fylgja svo miklar dunur og hávaði, að hann
heyrist í tveggja mílna fjarska. Nasaholur hvalanna eru viðar
sem eldhússtrompar. Smáhvalir koma opt í hópum inn í
firðina og fjarar þar uppi, safnast menn þá að þeim og drepa
þá. Kjöt bvala þessara er ekki gott átu, en spikið er til
mikilla nota. Ur hvalbeini smióa íslendingar stóla, bekki og
annað þessháttar. Kringum ísland eru líka sverðfiskar, þeir
eru miklir óvinir hvalanna, hata þeir langa og hvassa brodda
upp úr bakinu, synda undir hvalina og veita þeim mikil
svöðusár í kviðinn, hvalirnir flýja stundum fyrir sverðfiskum

’) Líklega kerlingin í Kerlingarskarði.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0219.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free