- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
208

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

208

þessum alveg uppá land.1 Enn eru þar til í sjónum
stökk-fiskar, er henda sér langt upp úr sjónum; fiskimenn eru mjög
hræddir við þessa fiska, enda er það von, því stökkfiskarnir
élta bátana, leika sér að þeim og brjóta þá.2 Auk þess sjást
við og við í sjónum ógurleg skrímsli, sem að sumu leyti
líkjast landdýrum. Af skrímslum þessum eru tvær tegundir
merkilegastar, önnur tegundin er svipuð ógurlegum höggormi3
og getur orðið hálf míla á lengd; þessir ormar skriða
stund-um upp í fljótið hjá Skálholti og sjást af þeim 3 eða 4 krvppur
upp úr vatninu. kryppurnar eru svo háar, að stærstu skip
geta siglt í gegnum þær: þegar skrímsli þessi sjást, veit það
alltaf á einhver stórtiðindi, ormur þessi sást t. d. nokkru
áður en Rudolf keisari dó (1612). Hitt skrímslið sést líka
ávallt fyrir atburði, það er mjög stórt og hræðilegt og á því
þrír hausar.

Aó lokum getur Streyc þess, að hann hafi hér aðeins
stuttlega drepið á hið merkasta, er snerti lýsingu Islands, og
sleppt mörgu, af því hann hafi aðeins dvalið þar stuttan tima,
og svo segist hann hafa sleppt öllu þvi, sem hann ekki var
fullkomlega sannfærður um að væri satt. »Ef eg ætti«, segir
Streyc, »að segja frá öllu þvi, sem Islendingar hafa sagt mér,
mundi enginn trúa, af því menn eru vanalega svo gerðir, að
þeir dæma allt eptir því, sem þeir sjá og reyna í sinu eigin
landi, og trúa ekki frásögum um það, sem öðruvísi er í
öðr-um löndum«.4

Af ágripi þessu sést það glöggt, að lýsing Streyc’s ber
langt af öllum hinum öðrum lýsingum og ferðasögum
útlend-inga í þá daga; þó bábyljur séu allmargar innan um, þá eru

’) Hér er líklega átt við háhyrninga (Orca gladiator) og er rétt
sagt frá óvináttu þeirra við hvalina.

J) Sögur um »stökkla« eru enn algengar á Islandi.

3) »Den store Söslange*; sögur um þessa orma eru enn algengar
meðal sjómanna á Norðurlöndum.

4) Kortfattet Beskrivelse af den 0 Islandia ved Daniel Streyc
(Vetterus), fra Polsk oversat af Edvin M. Thorson (Annaler for nordisk
Oldkyndighed 1858, bls. 251—298); aptan við er: Nogle Bemærkninger
til Daniel Streyc’s Beskrivelse af Island. ved Sigurð Jónasson (bls.
298-321).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0220.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free