- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
211

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

211

Isaac de la Peyrére fer eptir ritum Arngríms lærða og
Blefkens og frásögnum Ola Worms. I bók hans er fáft nýtt,
því hún er ekkert annað en samtíningur úr öðrum bókum;
sumt er rétt, og hefir höfundurinn það eptir Arngrimi, en
mjög margt er skakkt, og tekur hann hið helzta af þvi úr
riti Blefkens; Peyrére trúir mörgum sögum Blefkens og tekur
jafnvel hinar kámugustu og lýgilegustu i bók sína og segir,
að þó þesskonar sögur hafi ekki mikil áhrif á skynsamt fóik,
þá geti þó verið gaman að lesa þær eða heyra þær, því ef slíku
væri eigi trúað, þá væri heldur ekki sagt frá því. Peyrére
telur það sjálfsagt, að Blefken muni hafa komið til íslands
og finnur enga ástæðu til að rengja þaó, er Blefken þykist
hafa séð sjálfur, enda þykir honum auðsjáanlega gaman, að
segja frá kynjum og skripum; í fyrra hluta bókarinnar segir
Peyrére mest frá landinu og landsmönnum og fer þar eptir
Blefken, seinni hlutinn er mest sögulegs efnis og fer
höfund-urinn þar mest eptir »Crymogæu« Arngríms. Hér munum
vér aðeins geta um fátt, því ekki eru margar nýungar í
ritinu.

Peyrére segir meðal annars, að auk hvitabjarna og refa
komi til Islands með hafisum svartir birnir, gaupur og
ein-hyrningar; hann er mjög margorður um Heklu undrin og um
þann aragrúa af sálum, er þar kvelst í eldinum. Peyrére
segir, að Island hafi til forna skipzt í 4 fjórðunga og hver
þeirra aptur í þrjú ömt (bailliages), sem á islenzku heiti
»repes« (hreppar), í Norðlendingafjórðungi hafi þó verið 4
ömt; í hverju amti voru 6—10 sýslur (judicatures). Peyrére
segir margt frá fornöld íslands og sögu, tekur hann það allt úr
bókum Arngríms, þó kemur það fyrir, að hann misskilur
sumt, en hefir hausavíxl á sumum hlutum; hann hælir
Arn-grími mjög og fylgir söguritum hans, en leggur auðsjáanlega
meiri trúnað á Blefken, þar sem hann lýsir háttum og siðum
ísiendinga, og þó þekkir hann rit Arngríms móti Blefken.
Peyrére getur þess, að Arngrimur sé þá (1644) enn á lífi og
segir, að hann sé kominn yfir nírætt(!), en merkilegast þykir
honum þó, að hann fyrir 4 árum hafi gipzt kornungri stúlku.
Meðal annars talar Peyrére um skáldskap íslendinga til forna

14*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0223.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free