- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
212

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

212

og um íslenzk hirðskáld, og segir hann, aó menn hafi jafnvel
ímyndað sér, að svo mikill kraptur fylgdi ljóðum íslenzkra
skálda, að þeir gætu kveðið djöflana upp úr helvíti og
stjörn-urnar niður af himninum; sumir Islendingar, segir hann, séu
slík náttúruskáld, aö þeir tali allt daglegt mál í Ijóðum.
Andagiptin kemur yfir þá með nýju tungli; þegar æðið grípur
þá, umhverfast þeir allir, andlitið verður náfölt og augun
sökkva í höfðinu; þegar svo stendur á, er ekki gott að fást
við skáldin, bit óðra hunda er varla eins hættulegt eins og
skammir þeirra. Þessu til sönnunar kemur Peyrére með
sögu, sem hann hefir eptir Ola Worm. Islenzkur stúdent
ákærði landa sinn fyrir Worm, sem þá var rektor háskólans,
fyrir það, að hann hefði orkt um sig níð; Oli Worm, sem
skildi íslenzku, gat þó ekki séð, að vísurnar væru neitt
æru-meiðandi, en þá fór Islendingurinn, sem orðið hafði fyrir
níðinu, að gráta og barma sér og kvaðst aldrei mundi geta
um frjálst höfuð strokið eða litið upp á nokkurn mann á
Islandi. ef slikir kviðlingar breiddust út, og sýndi síðan Worm
fram á hina huldu illu meiningu, sem lá bak við orðin og í
kenningunum. Worm ávitaði þá hinn stúdentinn einslega og
ógnaði honum með þvi, að hann mundi verða ákærður fyrir
galdra, ef landi hans yrði fyrir óhappi eða sjúkdómi, þá
vðr-aðist hinn synda sinna og játaði hinn illa tilgang, er lægi í
kvæðinu, reif það í sundur og lofaði, að hann skyldi engum
kenna það, fór svo til landa síns, faðmaði hann og sættust
þeir heilum sáttum.

Peyrére segir, aðj til forna hafi íslendingar verið svo
voldugir og átt svo stóra herskipaflota, að konungar í
Dan-mörku og Noregi voru hálfsmeikir við þá, en nú er á
Is-landi oröið svo skóglaust og svo mikil timburekla, að
íslend-ingar hafa ekki afl til að smiða’ sér nokkrar fiskikænur; nú
ferðast engir Islendingar til útlanda, nema nokkrir stúdentar,
sem fara til háskólans i Kaupmannahöfn, og þeir eru allir
svo heimfúsir, að ekki er hægt að fá neinn til þess, að
staö-næmast í Danmörku. Pevrére segir, að íslenzkir stúdentar
séu ágætlega gáfaðir og vanalega séu 12—15 íslenzkir
nem-endur við háskólann í einu, flestir segir hann þeir séu litlir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0224.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free