- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
219

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

219

Islendinga, heilsu þeirra, að þeir verði 200 ára; talar um

draugagang, svipi, stunur og hljóð í Heklu o. fl. Fljót segir

hann séu á Islandi full af laxi, og við ströndina sé ógurleg

t

mergð fugla, eins og ský; á Islandi eru ennfremur hvit
akur-hænsni (rjúpur), hvitir hrafnar og fálkar. Hinir fornu
Islend-ingar settu ýms lög, meðal annars, að ekki mætti styrkja
lækna, nema þeir fyrir sakir elli eða sakir sjúkdóma, án
nokkurra eigin afbrota. hefðu orðið öreigar eða þurfandi.1
Ph. Ferrari talar um, að svo mikil fiskmergð sé á Islandi,
að menn noti fiskana þurkaða sem eldsneyti, einkum þó
beinin, hann getur þess og, að draugar sjáist við Heklu.2 B. P.
Boussingault ritar um sama leyti dálítið um Island, og er
það mest upptugga úr öðrum bókum, um kvalir i is og eldi
o. s. írv.; hann segir að ibúarnir hafi smíðað kirkju úr rifjum
og beinum hvala og annara stórfiska, en annars búi þeir i
hellrum og á flestu hafi þeir sameign.3 Hjá Lucas cle Linda
(f 1660) er lengra um ísland en vanalega gerist í slíkum
bókum, og nokkuð á annan hátt og sumt furðanlega rétt.
Aðalefnið er svona. Islendingar búa nú sem fyrr fjarri hver
öðrum, en ekki í borgum eða þorpum, hús sín bvggja þeir
úr timbri og torfhnausum og hafa vindaugu eða glugga á
þökunum. A hverri jörð standa bæjarhúsin hvert hjá öðru,
en peningshúsin standa kippkorn frá íbúðarhúsunum. Til
drykkjar hafa Islendingar áir og láta í þær hunang,
hunangs-vatn eða berjavökva. Alþýðumenn kiæðast vaðmálsfötum. en
ríkismenn nota útlenda dúka; peninga hafa íslendingar ekki,
en þeir vega silfrið, margir bera gullhringi og armbönd.
Hinir fornu Islendingar tíðkuðu glímur, bæði fullorðnir menn
og unglingar æfðu krapta sína og glímdu vanalega berir.
Þeir tömdu sér einnig aðrar listir t. d. knattleika, þeir skutu
spjótum og notuðu boga og slöngur. Hestaþing eða hestavíg

’) Georg Fournier: Geographica orbis notitia. Francofurti
1668-12°, bls. 20—22.

’) Ph. Ferrari: Lexicon Geographicum. Londini 1657, fol., bls. 399.

3) »Presque toutes choses sont communes entre eux, excepté les
femmes’. R. P. Boussingault: Le novveav theatre du monde. Paris
1668-12°, Tom. II.. bls. 271—273.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0231.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free